Hoppa yfir valmynd

Frétt

17. júlí 2010 Innviðaráðuneytið

Herjólfur prófaður í Landeyjahöfn

Herjólfur sigldi undir miðnætti í gærkvöld í Landeyjahöfn til prófunar áður en reglulegar áætlunarsiglingar hefjast milli hafnarinnar og Heimaeyjar næstkomandi miðvikudag. Skipsflautan var þeytt þegar siglt var um hafnarmynnið. 

Herjólfur prófaður í Landeyjahöfn
Herjólfur prófaður í Landeyjahöfn

Vindur stóð af landi en fremur kyrrt var á sjó og gekk innsiglingin vel. Herjólfi var siglt í Landeyjahöfn eftir áætlunarferðir dagsins og fór tvær ferðir inní höfnina og að bryggju. Í síðari ferðinni var stefninu lyft og bílaþilfarið opnað.

Auk áhafnar voru fulltrúar Siglingastofnunar með í siglingunni og starfsmenn Eimskips og verktaka sem eru að ljúka við gerð hafnarinnar og þjónustuhúss tóku á móti skipinu. Þá var nokkur mannfjöldi við höfnina þegar Herjólfur lagðist uppað og fagnaði með lófataki.

Herjólfur prófaður í LandeyjahöfnVígsluhátíð verður þriðjudaginn 20. júlí en þann dag siglir Herjólfur síðustu ferð sína milli Heimaeyjar og Þorlákshafnar. Síðdegis verður síðan haldið í Landeyjahöfn þar sem Hermann Guðjónsson siglingamálastjóri afhendir höfnina formlega Kristjáni L. Möller samgönguráðherra. Daginn eftir hefjast síðan siglingar samkvæmt áætlun en farnar verða 4-5 ferðir daglega milli lands og Eyja.

Herjólfur prófaður í LandeyjahöfnFulltrúar Eimskips, Guðmundur Nikulásson og Guðmundur Pedersen, fylgdust með í gærkvöldi.

Herjólfur í Landeyjahöfn

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum