Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. ágúst 2010 Innviðaráðuneytið

Ásta Sigrún Helgadóttir skipuð umboðsmaður skuldara

Árni Páll Árnason og Ásta Sigrún Helgadóttir
Arni-Pall-Arnason-og-Asta-Sigrun-Helgadottir

Félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað Ástu Sigrúnu Helgadóttur, lögfræðing, umboðsmann skuldara. Ásta var metin mjög vel hæf til starfsins í hæfnismati sem unnið var í kjölfar nýafstaðins umsóknarferlis.

Ásta Sigrún Helgadóttir er lögfræðingur að mennt. Hún lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1993 og hóf þá störf hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík þar sem hún starfaði sem lögfræðingur fjölskyldudeildar og barnaverndarnefndar Reykjavíkur til ársins 1999. Árin 1999-2003 starfaði Ásta í félags- og tryggingamálaráðuneytinu á skrifstofu jafnréttis- og vinnumála þar sem hún sinnti meðal annars málefnum innflytjenda, var starfsmaður kærunefndar húsnæðismála og úrskurðarnefndar félagsþjónustu og vann ýmis almenn lögfræðistörf. Frá árinu 2003 hefur Ásta gegnt forstöðu Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, sagði við skipun Ástu í dag: „Ásta Sigrún var metin mjög hæf í nýafstöðnu umsóknarferli. Ég hef alltaf borið fullt traust til Ástu Sigrúnar og það er óbreytt. Við hlökkum til að vinna með henni að uppbyggingu embættis umboðsmanns skuldara.“
Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara: „Ég sótti um þetta starf þar sem ég hef áhuga á að sinna því og reynslu sem nýtist í starfinu. Þær forsendur hafa ekkert breyst. Ég met það traust sem mér er sýnt og hlakka til að leiða uppbyggingarstarf embættis umboðsmanns.“

Ásta Sigrún Helgadóttir, nýr umboðsmaður skuldara, hefur störf mánudaginn 9. ágúst.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira