Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. september 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Guðbjartur Hannesson nýr heilbrigðisráðherra

Guðbjartur Hannesson tekur við lyklavöldum heilbrigðisráðuneytisins
Guðbjartur Hannesson tekur við lyklunum

Guðbjartur Hannesson er nýr heilbrigðisráðherra. Hann tók við embætti á ríkisráðsfundi í dag. Guðbjartur tekur við embætti heilbrigðisráðherra af Álfheiði Ingadóttur, eftir breytingar á ríkisstjórninni.

Guðbjartur var kjörinn á Alþingi fyrir Samfylkinguna í kosningum 2007 fyrir Norðvesturkjördæmi og var endurkjörinn í kosningum í fyrravor fyrir sama kjördæmi. Guðbjartur var forseti Alþingis frá 2009-2010. Hann sat í félags- og tryggingamálanefnd 2007-2009 og var kjörinn formaður 2009.

Guðbjartur sat í fjárlaganefnd 2007-2009 og var kjörinn formaður nefndarinnar 2009. Hann átti sæti í menntamálanefnd 2007-2009. Heilbrigðisráðherra sat í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2007-2009 og situr í Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins frá 2009.

Guðbjartur Hannesson lauk kennaraprófi frá KÍ 1971. Hann lauk tómstundakennaraprófi frá Seminariet for Fritidspædagoger, Vanløse, Danmörku 1978. Guðbjartur stundaði framhaldsnám í skólastjórn KHÍ 1992-1995. Hann lauk meistarapróf frá kennaraskóla Lundúnaháskóla (Institute of Education, University of London) árið 2005.

Álfheiður Ingadóttir afhendir Guðbjarti lyklana
Álfheiður Ingadóttir afhendir Guðbjarti Hannessyni lyklavöldin að heilbrigðisráðuneytinu


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira