Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. nóvember 2010 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að reglugerð um frístundafiskiskip til umsagnar

Til umsagnar er nú hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu drög að reglugerð um frístundafiskiskip og öryggi þeirra. Umsagnarfrestur er til 26. nóvember og skulu umsagnir sendar á netfangið [email protected].

Til umsagnar er nú hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu drög að reglugerð um frístundafiskiskip og öryggi þeirra. Umsagnarfrestur er til 26. nóvember og skulu umsagnir sendar á netfangið [email protected].

Reglugerðardrögin mæla fyrir um stærð skipa og vélarafl, hversu vítt sækja má sjóinn á þeim. Þannig er farsvið opinna frístundafiskiskipa takmarkað við hafsvæði allt að þrjár mílur frá landi og rekstur þeirra er takmarkaður við mánuðina apríl til septemberloka. Einnig er tilgreint hvernig smíði þeirra skuli háttað og hvaða öryggisbúnaður skal vera um borð. Þá er kveðið á um reglur um ábyrgð og skilyrði þeirra sem reka vilja leigu frístundafiskiskipa, um skipstjórn og kennslu þeirra sem taka slík báta á leigu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira