Hoppa yfir valmynd

Frétt

7. janúar 2011 Innviðaráðuneytið

Skipuð ný stjórn Íbúðalánasjóðs

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað nýja stjórn Íbúðalánasjóðs samkvæmt lögum um húsnæðismál. Nýr formaður stjórnarinnar er Katrín Ólafsdóttir, lektor í Háskólanum í Reykjavík, en hún tekur við formennsku af Hákoni Hákonarsyni.

Stjórn Íbúðalánasjóðs er skipuð eftirtöldum fulltrúum:

  • Katrín Ólafsdóttir, lektor, formaður 
  • Sjöfn Ingólfsdóttir, fyrrverandi formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, varaformaður
  • Jóhann Ársælsson, fyrrverandi þingmaður
  • Lárus L. Blöndal, hæstaréttarlögmaður 
  • Elín R. Líndal, framkvæmdastjóri

Til vara:

  • Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi 
  • Henný Hinz, hagfræðingur 
  • Steinar Harðarson, verkfræðingur
  • Sigríður Á. Andersen, héraðsdómslögmaður
  • Hákon Hákonarson, vélvirki

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira