Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. maí 2011 Heilbrigðisráðuneytið

Sameining Lýðheilsustöðvar við embætti landlæknis hefur tekið gildi

Formleg sameining Lýðheilsustöðvar við embætti landlæknis tók gildi 1. maí í samræmi við lög frá Alþingi nr. 28/2011. Starfsemi stöðvarinnar og flestir starfsmenn hennar fluttust til embættis landlæknis frá sama tíma.  

Lýðheilsustöð hefur verið lögð niður og eru nú öll verkefni á sviði forvarna, heilsueflingar og lýðheilsu á ábyrgð embættis landlæknis. Í lögum um þessar breytingar segir að markmiðið sé „að stuðla að heilbrigði landsmanna, m.a. með því að efla lýðheilsustarf og tryggja gæði heilbrigðisþjónustu og stuðla að því að lýðheilsustarf og heilbrigðisþjónusta byggist á bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma“. Samhliða er stefnt að aukinni hagkvæmni í rekstri með því að draga úr yfirbyggingu, samnýta mannafla og koma í veg fyrir skörun verkefna.

Eftir breytinguna verða starfsmenn hjá embætti landlæknis um 60 talsins og hefur þá fjölgað um rúmlega tuttugu við sameininguna. Unnið er að því að finna starfseminni nýtt húsnæði og ætti ákvörðun um það að liggja fyrir fljótlega. Þangað til verður unnið á tveimur starfsstöðvum, í húsnæði landlæknis við Austurströnd á Seltjarnarnesi og í húsnæði fyrrum Lýðheilsustöðvar við Laugaveg 116 og verður starfsemin óbreytt á hvorum stað.

Nánari upplýsingar um sameininguna: landlaeknir.is

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum