Hoppa yfir valmynd

Frétt

15. júní 2011 Dómsmálaráðuneytið

Innanríkisráðherra á fundi með norrænum ráðherrum útlendingamála

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sat í dag, 15. júní 2011, fund med norrænum ráðherrum útlendingamála í Stokkhólmi. Ýmis málefni  voru rædd á fundinum svo sem málefni fylgdarlausra barna sem sækja um hæli á Norðurlöndunum og staða Grikklands í Dyflinnarsamstarfinu og aðstæður þar.

Rætt var um stöðu mála við Miðjarðarhafið en straumur fólks flýr til ríkja Suður-Evrópu frá Líbýu og Norður-Afríku. Þá var rætt um stöðu þeirra hælisleitenda sem hafa fengið endanlega synjun á umsókn um hæli en neita að fara til heimalands.

Norrænir ráðherrar innflytjendamála funda árlega og á næsta ári verður fundurinn haldinn á Íslandi.

Með ráðherra sátu fundinn Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, og Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira