Hoppa yfir valmynd

Frétt

15. ágúst 2011 Félagsmálaráðuneytið

Verkefnisstjórn NPA fundargerð 15. ágúst 2011

  • 8. fundur – fundargerð
  • Fundarstaður:  Fundarsalur velferðarráðuneytisins á 4. hæð í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu.
  • Fundartími: Mánudagurinn 15. ágúst 2011 kl. 9.30 – 10.30.

Mætt: Guðmundur Steingrímsson (GS), Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (GSG) Gyða Hjartardóttir (GH),  Jarþrúður Þórhallsdóttir (JH) fyrir Bryndís Snæbjörnsdóttur (BS), Guðmundur Magnússon (GM) og  Þór Garðar Þórarinsson (ÞGÞ).

Fjarverandi: Áslaug Friðriksdóttir (ÁF) og Guðjón Sigurðsson (GS).

1.      Fundargerð síðasta fundar.

Fundargerð frá 27. júní  var samþykkt með leiðréttingum.  

2.      Umræða um næstu skref í vinnu nefndarinnar.

  1. Rætt var um vinnu undirnefndar sem fjalla á um launmál NPA starfsmanna en ekki hefur tekist að kalla hana saman vegna anna. Gert er ráð fyrir því að sú vinna geti hafist á næstu dögum.
  2. GS og ÞGÞ gerðu grein fyrir verklagi á næstu tveimur fundum nefndarinnar. Gert er ráð fyrir því að nefndarmenn skoði styrkleika og hindranir við framkvæmd NPA á hinum Norðurlöndunum. Við þá skoðun styðjist nefndarmenn við það efni sem hefur verið sent út til nefndarmanna. Eftir að hafa rýnt það efni verður reynt að átta sig á því hverjir yrðu hugsanlega styrkleikar íslenska líkansins og hverjar yrðu hindranirnar. Frekari leiðbeiningar verða sendar út með fundargerðinni.

3.      Fundur formanns með Samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks.

GS gerði fundarmönnum grein fyrir samráðsfundi sem hann átti með samráðsnefndinni þar sem hann kynnti framvinduna í starfi NPA nefndarinnar.

4.      Verkefni fyrir næsta fund.

  1. Staðan varðandi launamál NPA.

      b.   Umræða um grundvallarþætti í skipan NPA á Íslandi.

Næsti fundur ákveðinn 22. ágúst í velferðarráðuneytinu. 

ÞGÞ skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira