Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. september 2011 Heilbrigðisráðuneytið

Sanngjarnari reglur og aukin yfirsýn yfir lyfjanotkun

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherraGuðbjartur Hannesson velferðarráðherra fjallar um fyrirhugaðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga í lyfjakostnaði í grein í Fréttablaðinu í dag. Markmiðið er ekki að draga úr útgjöldum ríkisins heldur að taka upp kerfi sem er einfaldara og réttlátara, eykur jöfnuð, mismunar ekki sjúklingum og ver þá sem mest þurfa á lyfjum að halda gegn háum kostnaði segir meðal annars í grein ráðherra.

Fyrirhugaðar eru breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga í lyfjakostnaði í samræmi við frumvarp sem lagt var fyrir Alþingi síðastliðið vor. Markmiðið er ekki að draga úr útgjöldum ríkisins heldur að taka upp kerfi sem er einfaldara og réttlátara en nú gildir, kerfi sem eykur jöfnuð, mismunar ekki sjúklingum eftir því hvaða sjúkdóma þeir glíma við og ver þá sem mest þurfa á lyfjum að halda gegn háum kostnaði. 

Gangi áformaðar breytingar eftir munu flestir verða varir við þær en ekki á sama hátt. Þeir sem oft eru veikir, nota lyf að staðaldri eða þurfa tímabundið á mjög dýrum lyfjum að halda munu greiða minna fyrir lyfin en áður. Þeir sem alla jafna þurfa lítið á lyfjum að halda munu greiða meira en þeir hafa gert hingað til.

Nefna má raunverulegt dæmi um útgjöld öryrkja sem nú greiðir um 170.000 krónur á ári í lyfjakostnað. Útgjöld hans myndu lækka um 125.000 krónur, niður í 45.000 krónur á ári fyrir sömu lyfjanotkun.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira