Hoppa yfir valmynd

Frétt

23. september 2011 Forsætisráðuneytið

Fundur jafnréttisráðherra Norðurlandaþjóðanna

Jafnréttismálaráðherrar Norðurlandaþjóðanna
Frá ráðherrafundinum.

Norrænir jafnréttisráðherrar funduðu í Helsinki 21. september síðastliðinn. Undir formennsku Finna eru áhrif kynja á loftslagsbreytingar meginumfjöllunarefni þessa árs. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnti helstu áherslur íslenskra stjórnvalda á sviði jafnréttismála og gerði meðal annars niðurstöður nýrra launakannana hér á landi að umtalsefni. 

Í tengslum við umræðu ráðherranna um áhrif kynja á loftslagið var meginniðurstaða þeirra sú að jafnrétti kynja sé forsenda sjálfbærrar þróunar og viðnáms vegna loftslagsbreytinga. Þeir ræddu einnig um hvernig ólíkir geirar geta nýtt sér upplýsingar sem teknar hafa verið saman ólíkar athafnar kynja, s.s. neyslu matar, orkunotkun og hreyfingu til að gera baráttuna gegn loftslagsbreytingum skilvirkari. Í nóvember verður opnaður gagngrunnur með þessum upplýsingum.

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnti á fundi ráðherranna helstu áherslur í jafnréttisstarfi á Íslandi og hvað hæst hefði borið í umræðum og aðgerðum frá síðasta fundi norrænna jafnréttisráðherra. Hann sagði meðal annars frá jafnréttisþinginu sem haldið var í febrúar síðastliðnum, framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum, jafnréttisákvæðum í nýjum fjölmiðlalögum, þriggja ára áætlun í kynjaðri hagstjórn og  verkefni starfshóps um karla og jafnrétti sem mun skila tillögum í byrjun næsta árs. 

Aðgerðir gegn launamun kynja brýnasta viðfangsefnið

Guðbjartur gerði að umtalsefni niðurstöður úr nýjum launakönnunum sem benda til þess að launamunur kynja á Íslandi sé nú að aukast, einkum hjá því opinbera, eftir að heldur hafði dregið saman með kynjunum á fyrstu misserunum eftir bankahrunið á Íslandi. Þetta er eitt brýnasta og mikilvægasta viðfangsefni okkar núna, að stöðva þessa þróun og snúa henni við.  

Í umræðum norrænu ráðherranna kom fram að launamunur kynjanna er allstaðar viðfangsefni sem á langt í land og að fjölþættar aðgerðir séu forsenda árangurs.  Ný ríkisstjórn í Finnlandi hefur sett sér þau markmið að minnka launabilið um 4 % á kjörtímabilinu.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira