Hoppa yfir valmynd

Frétt

23. september 2011 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Umhverfismatsskýrsla við tillögu að samgönguáætlun til umsagnar til 4. nóvember

Samgönguráð hefur lokið við drög að tillögu að samgönguáætlun 2011 til 2022 ásamt greinargerð og jafnframt látið vinna mat á umhverfisáhrifum tillögunnar. Umhverfismatsskýrslan er auglýst til kynningar og umsagnar og er unnt að senda ráðuneytinu skriflegar athugasemdir til 4. nóvember næstkomandi.

Tillaga samgönguráðs að samgönguáætlun er unnin í samræmi við lög nr. 33/2008 og þar er mörkuð stefna og markmið fyrir allar greinar samgangna næstu tólf árin. Umhverfismatið tekur til áhrifa helstu markmiða og helstu framkvæmda samgönguáætlunar á umhverfið.

Undirbúningur að tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun 2011-2022 hófst árið 2008 og samráð við atvinnulíf og sveitarfélög í landinu um langtímastefnumótun hófst í upphafi árs 2009. Skýrsla samgönguráðs, Samgönguáætlun 2011-2022 - Drög að stefnumótun, var kynnt á samgönguþingi í Reykjavík 19. maí síðastliðinn.

Samhliða mótun tillögu samgönguráðs að stefnumótandi samgönguáætlun 2011-2022 var unnið að mati á umhverfisáhrifum áætlunarinnar í samræmi við lög nr. 105/2006. Það mat er hér með auglýst til kynningar og er frestur til að gera athugasemdir við umhverfismat samgönguáætlunar er til og með 4. nóvember 2011. Athugasemdir skulu berast innanríkisráðuneytinu, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík eða með tölvupósti á netfangið [email protected].

Umhverfismat samgönguáætlunar liggur frammi til kynningar hjá eftirtöldum samgöngustofnunum:
- Flugmálastjórn Íslands, Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík
- Siglingastofnun Íslands, Vesturvör 2, 200 Kópavogur
- Umferðarstofa, Borgartúni 30, 105 Reykjavík
- Vegagerðin, Borgartúni 5-7, 105 Reykjavík

Vefsvæði samgönguáætlunar á vef ráðuneytisins


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira