Hoppa yfir valmynd

Frétt

10. október 2011 Forsætisráðuneytið

Mannréttindi á Íslandi til umfjöllunar hjá SÞ í morgun

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og sendinefnd frá Íslandi svöruðu fyrir stöðu mannréttindamála á Íslandi hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag, mánudaginn 10. október. Sent var beint út frá fundinum á vef SÞ og hófst útsendingin kl. 7 að íslenskum tíma og lauk um kl. 9.30. Sjá upptöku hér á vef SÞ.

UN1
Sendinefnd Íslands á fundi Sþ í Genf.

Skýrsla um stöðu mannréttindamála á Íslandi var send til Sameinuðu þjóðanna í júlí síðastliðnum en hún er hluti af úttekt SÞ á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjunum. Vinnuhópur á vegum innanríkisráðuneytisins og fleiri ráðuneyta vann að gerð skýrslunnar í samræmi við drög að kaflaskipan sem kynnt var fyrir fjölmörgum hagsmunaaðilum og félagasamtökum sem starfa á sviði mannréttindamála. Mikil áhersla var lögð á samráð við frjáls félagasamtök, stofnanir og almenning og fengu um 60 aðilar drög að kaflaskipan skýrslunnar send. Þá var í júní haldinn opinn fundur um skýrsludrögin og komu þar fram ýmsar ábendingar frá ýmsum aðilum. Drögin voru jafnframt birt á vef ráðuneytisins og í framhaldi af því var lokið við gerð skýrslunnar og hún send SÞ í byrjun júlí, eins og áður segir.

Úttekt SÞ á stöðu mannréttindamála hófst 2008 með nýju eftirlitskerfi á vegum SÞ og hafa  aðildarríkin nú í fyrsta sinn að skoðað stöðuna hvert hjá öðru með beinum hætti. Markmiðið er að bæta stöðu mannréttindamála í heiminum og að hvetja ríki til að uppfylla skuldbindingar á sviði mannréttindamála.

Un6Sendinefnd Íslands var, auk Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra, skipuð þeim Höllu Gunnarsdóttur, aðstoðarmanni ráðherra, Maríu Rún Bjarnadóttur lögfræðingi í innanríkisráðuneytinu, Guðríði Þorsteinsdóttur, skrifstofustjóra í velferðarráðuneytinu, Elínu R. Sigurðardóttur sérfræðingi hjá utanríkisráðuneytinu og starfsmönnum úr fastanefnd Íslands í Genf.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum