Hoppa yfir valmynd

Frétt

26. október 2011 Félagsmálaráðuneytið

Ráðstefna um fjölmenningu

Múrinn
Múrveggur

Brjótum múra er yfirskrift ráðstefnu um fjölmenningu sem haldin verður í Tónbergi á Akranesi dagana 4. og 5. nóvember. Fjallað verður um forsendur, kosti og áskoranir fjölmenningarsamfélaga en ráðstefnan er liður í samnefndu verkefni sem styrkt er af Progress, áætlun Evrópusambandsins.

Ráðstefnan hefst þann 4. nóvember kl. 13:00 með ávarpi Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra. Fyrirlesarar á ráðstefnunni munu fjalla um fjölmenningu í víðu samhengi, svo sem um stöðu innflytjenda, sálræn áhrif þess að setjast að í nýju landi, um fjölskyldur og börn innflytjenda, ábyrgð sveitarfélaga, hvernig innflytjendur geta haft áhrif á samfélagið og margt fleira.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira