Hoppa yfir valmynd

Frétt

10. janúar 2012 Dómsmálaráðuneytið

Umsækjendur um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur

Innanríkisráðuneytið auglýsti 15. desember síðastliðinn laus til umsóknar fjögur embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, tvö þeirra tímabundnar setningar vegna leyfa dómara. Umsóknarfrestur rann út 4. janúar sl. Sjá lista yfir umsækjendur hér að neðan.

Umsækjendur um skipun í tvö embætti héraðsdómara:

 • Barbara Björnsdóttir, settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur,
 • Bogi Hjálmtýsson, fulltrúi og staðgengill sýslumannsins í Hafnarfirði,
 • Hrannar Már S. Hafberg, settur héraðsdómari,
 • Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans á Bifröst,
 • Kolbrún Sævarsdóttir, settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur,
 • Kristrún Kristinsdóttir, lögfræðingur við embætti Landlæknis,
 • Sigríður Elsa Kjartansdóttir, settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur,
 • Sigríður J. Hjaltested de Jesus, settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, og
 • Þórður S. Gunnarsson, settur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Umsækjendur um setningu í tvö embætti héraðsdómara:

 • Barbara Björnsdóttir, settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur,
 • Birgir Jónasson, saksóknarfulltrúi hjá embætti sérstaks saksóknara og lögfræðingur hjá saksóknara Alþingis,
 • Hervör Pálsdóttir, héraðsdómslögmaður,
 • Hrannar Már S. Hafberg, settur héraðsdómari,
 • Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans á Bifröst,
 • Kolbrún Sævarsdóttir, settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur,
 • Sigríður Elsa Kjartansdóttir, settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, og
 • Sigríður J. Hjaltested de Jesus, settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira