Hoppa yfir valmynd

Frétt

20. júní 2012 Forsætisráðuneytið

Brugðist verður við athugasemdum ESA

Rit og skýrslur
Lagasafn

Velferðarráðuneytið hefur upplýst Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um aðgerðir sínar til að bregðast við áliti stofnunarinnar um að Ísland þurfi að styrkja reglur um jafnrétti kynjanna til samræmis við gildandi tilskipun um jöfn tækifæri og jafna meðferð karla og kvenna á vinnumarkaði. 

Í rökstuddu áliti ESA sem stofnunin hefur sent íslenskum stjórnvöldum kemur fram að lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 endurspegli ekki nægilega vel orðalag tilskipunarinnar og er þar sérstaklega vísað til hugtaka sem vísa til beinnar mismununar og kynferðislegrar áreitni. Telur ESA að af þessum ástæðum geti launafólk á íslenskum vinnumarkaði undir vissum kringumstæðum farið á mis við þá réttarvernd sem tilskipunin leggur grunn að.

Í áliti ESA kemur fram að íslensk stjórnvöld hafi í öllum meginatriðum fallist á ábendingar stofnunarinnar en að nauðsynlegar lagabreytingar hafi hins vegar ekki verið samþykktar.

Velferðarráðuneytið hefur gert ESA grein fyrir því að frumvarp til breytinga á jafnréttislögum verði lagt fyrir Alþingi í haust til samræmis við ábendingar stofnunarinnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira