Hoppa yfir valmynd

Frétt

27. júlí 2012 Dómsmálaráðuneytið

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri við stefnumótun um mannréttindamál

Ákveðið hefur verið að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir alþingismaður annist verkefnisstjórn á vegum þriggja ráðuneyta: Innanríkisráðuneytis, velferðarráðuneytis og utanríkisráðuneytis, um kortlagningu og stefnumótun á sviði mannréttindamála.

Verkefnið er unnið í nánum tengslum við landsáætlun í mannréttindamálum og er einkum tvíþætt í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá 4. maí síðastliðnum:

1) Að korleggja mannréttindastarf íslenskrar stjórnsýslu, jafnt innan landsteinanna sem utan. Kannað verði hvernig kröftum Íslands er varið á erlendri grund og gerðar tillögur um með hvaða hætti íslensk stjórnvöld geta haft afgerandi áhrif á þróun mannréttindamála.

2) Að móta og leggja fyrir ríkisstjórn stefnu um framtíðarskipan Mannréttindadómstóls Evrópu í samhengi við þær tillögur sem ræddar hafa verið á vettvangi Evrópuráðsins. Stefnan skal taka mið af áliti innlendra sérfræðinga en einnig afstöðu samstarfþjóða Íslands, einkum Norðurlandanna. Sérstaklega skal yfirfara hvernig fylgja eigi eftir ákvörðunum Mannréttindadómstólsins, einkum með tilliti til lagasetningar og sambands þjóðþinga við dómstólinn.

Áfangaskýrsla verður kynnt í ríkisstjórn í byrjun september.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira