Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. október 2012 Félagsmálaráðuneytið

Verkefnisstjórn NPA fundargerð 9. október 2012

  • 51. fundur – fundargerð
  • Fundarstaður:  Fundarsalur á 4. hæð í velferðarráðuneytinu.
  • Fundartími: Þriðjudagurinn 9. okt. kl. 10.00 – 11.30.

Mætt: Guðmundur Steingrímsson (GSt),  Hrefna Óskarsdóttir (HÓ) , Guðjón Sigurðsson(GS), Áslaug Friðriksdóttir (ÁF), Bryndís Snæbjörnsdóttir (BS), Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (GSG), Gyða Hjartardóttir (GH) og  Þór Garðar Þórarinsson (ÞGÞ).

Freyja Haraldsdóttir (FH) fulltrúi NPA miðstöðvarinnar mætti á fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

Gestir fundarins: Fulltrúar frá Ríkisskattstjóra.

1. Fundargerð síðasta fundar.

 Fundargerð síðasta  fundar  var samþykkt með áorðnum breytingum.

2. Umræða um áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað.

Á fundinn tveir fulltrúar frá Ríkisskattstjóra Ríkisskattstjóra og gerðu grein fyrir ýmsum álitamálum er verða skattalega meðferð ýmissa greiðslna sem inntar eru af hendi í tengslum við NPA.  Sérstaklega var fjallað m.a. um hvort heimaþjónusta falli undir skattskyldusvið laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Fram kom í máli fulltrúa Ríkisskattstjóra að félagsleg þjónusta er undanþegin virðisaukaskatti samkvæmt 2. tl.3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988.  Samkvæmt ákvæðinu er rekstur leikskóla, barnaheimila skóladagheimila og upptökuheimila undanþegin virðisaukaskatti sem og önnur hliðstæð þjónusta. Í skattframtali hefur verið litið svo á að með félagslegri þjónustu í nefndu ákvæði sé átt við aðstoð er stuðlar að velferð manna og veitt er á grundvelli samhjálpar.
Rætt var um skipan mismunandi „rekstrarforma“ og skattalega meðferð hvers um sig.
Niðurstaða umræðunnar var að RSK mun á allra næstu vikum búa til leiðbeiningar um þau álitamál sem komu upp í umræðunni og kynna á heimasíðu verkefnisins.

3. Umræða um tvö atriði sem GS  hafði óskað eftir að ræða og send voru í tölvupósti á
fundarmenn  þ. 8.október sl.

  1. Rætt var um störf verkefnisstjórnarinnar og hvernig boðuð framboð fulltrúa í henni til alþingis í komandi kosningum samrýmdust störfum hennar. Almennt töldu fundarmenn að slík framboð ættu ekki að hafa nein áhrif á störf hennar og ekkert óeðlilegt væri við það að áheyrnarfulltrúar biðu sig fram.
  2. Framkvæmd þjónustu vegna umsókna NPA í Reykjavík.

Nokkrar umræður urðu undir þessum lið. ÁF upplýsti að í Reykjavík væri stöðugt verið að bæta verklag og í þessu samhengi væru aðilar að þróa nýjar og breyttar aðferðir til þess að taka á málum sem þessum. Í umræðu meðal fundarmanna hvort rétt væri að fjalla um einstaka mál einstaklinga.

4. Spurt og svarað.

ÞGÞ kynnti tillögur að svörum við þeim spurningum sem borist hafa til verkefnisstjórnar varðandi ýmis atriði er snerta skipan og framkvæmd NPA á Íslandi.

5. Önnur mál.

ÞGÞ vakti athygli á heimasíðu NPA á ráðuneytisvefnum væru komnar reglur frá Mosfellsbæ og Hafnarfirði.

Næsti fundur áætlaður 23. október næstkomandi.

Fleira ekki gert.

ÞGÞ skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira