Hoppa yfir valmynd

Frétt

27. nóvember 2012 Félagsmálaráðuneytið

Verkefnisstjórn NPA fundargerð 27. nóvember 2012

  • 53. fundur – fundargerð
  • Fundarstaður:  Fundarsalur á 3. hæð í velferðarráðuneytinu.
  • Fundartími: Þriðjudagurinn 27. nóvember. kl. 10.00 – 11.30.
  • Mætt: Guðmundur Steingrímsson (GSt),  Hrefna Óskarsdóttir (HÓ) , Guðjón Sigurðsson(GS), Áslaug Friðriksdóttir (ÁF), Bryndís Snæbjörnsdóttir (BS), Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (GSG), Gyða Hjartardóttir (GH) og  Þór Garðar Þórarinsson (ÞGÞ).

Gestir fundarins: Formaður velferðarráðs Reykjavíkur og embættismenn frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

1. Fundargerð síðasta fundar.

 Fundargerð síðasta  fundar  var samþykkt með áorðnum breytingum.

2. Umræða um framvindu NPA vinnunnar í á þjónustusvæðunum. 

Á fundinn komu formaður velferðarráðs Reykjavíkur og  þrír fulltrúar velferðarsviðs Reykjavíkur til framhaldsumræðu um stöðu NPA verkefnisins í Reykjavík. Fram kom í máli fulltrúa Reykjavíkurborgar að nú hefðu 47 einstaklingar óskað eftir NPA.

Formaður velferðarsviðs taldi kostnað við þjónustu við þennan hóp gæti numið 550 – 600 m.kr. Þó ætti eftir að meta núverandi kostnað við þjónustu við einhverja í þessum hópi og kæmi sá kostnður því til frádráttar fyrrgreindri upphæð. Þannig að raunaukning í kostnaði gæti orðið a.m.k. 350 m.kr. Ljóst væri að framlag ríkisins miðað við núverandi aðstæður yrði ekki nema hluti þessarar upphæðar. Rætt var um möguleika ríkisins til að koma Reykjavík í þessu efni.

Þeirri hugmynd var varpað fram hvort eitthvað af áætluðu biðlistafjármagni gæti komið til að minnka þennan mismun.    Rætt var um hvort setja þyrfti lágmarksviðmið t.d. 20 á viku til þess að fá NPA.

Fram kom einnig að ekki lægi fyrir að hversu mörg sveitarfélög myndu nýta sér NPA og því kunni að vera möguleiki að endurúthluta til viðbótar til þeirra sveitarfélaga sem væru að nota NPA.  Þetta ætti þó eftir að koma í ljós og skýrðist að öllum líkindum fyrr en á nýju ári þar sem umsóknarfrestur um ríkisframlag er til 4. jan. 2013.

Fram kom einnig á fundinum að huga þyrfti að því að tryggja rekstrarfjármagn fyrir NPA þjónustu fyrir  árið 2014 og áfram. Tilraunaverkefninu lýkur í lok árs 2011.

Önnur mál.

Engin mál voru tekin upp undir þessum lið.

Boðað verður sérstaklega til næsta fundar.

Fleira ekki gert.

ÞGÞ skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira