Hoppa yfir valmynd

Frétt

11. desember 2012 Félagsmálaráðuneytið

Verkefnisstjórn NPA fundargerð 11. desember 2012

  • 54. fundur – fundargerð
  • Fundarstaður:  Fundarsalur á 4. hæð í velferðarráðuneytinu.
  • Fundartími: Þriðjudagurinn 11. desember kl. 10.00 – 11.30.
  • Mætt: Guðmundur Steingrímsson (GSt),  Hrefna Óskarsdóttir (HÓ) , Guðjón Sigurðsson(GS), Áslaug Friðriksdóttir (ÁF), Bryndís Snæbjörnsdóttir (BS), Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (GSG), Gyða Hjartardóttir (GH) og  Þór Garðar Þórarinsson (ÞGÞ).

1. Fundargerð síðasta fundar.

 Fundargerð síðasta  fundar  var samþykkt með áorðnum breytingum.

2. Umræða um framvindu NPA vinnunnar . 

Fjallað var um þær umræður sem áttu sér stað á síðasta fundi verkefnisstjórnar NPA með Reykjavíkurborg. Nokkrar umræður urðu um pólitískar áherslur og stefnumótun í velferðarþjónustu í því samhengi.

Fram kom að greina þyrfti stuðningsþörfina betur til þess að fá upplýsingar um væntanlegan raunkostnað. Ljóst er að skilgreina þarf viðmið velferðarþjónustunnar betur og skoða þá möguleika að auka fjárframlög til hennar.

3. Upplýsingar frá þjónustusvæðum.

GSG gerði grein fyrir þeirri vinnu sem unnin hefur verið á NV. Níu einstaklingar eru skráðir sem væntanlegir NPA notendur.  Í tengslum við þessa umræðu var einnig rætt um mismunandi aðstæður á milli þjónustusvæða.

4. Upplýsingar um NPA á hinum Norðurlöndunum.

GH kynnti og lagði fram samantekt sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur unnið út frá mörgum skýrslum á fjárhagslegri framkvæmd NPA á Norðurlöndunum.

5. Önnur mál.

Engin mál voru tekin upp undir þessum lið.

Boðað verður sérstaklega til næsta fundar.

Fleira ekki gert.

ÞGÞ skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira