Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. desember 2012 Félagsmálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Breytingar á gjaldskrám vegna heilbrigðisþjónustu um áramót

Sjúkratryggingar Íslands
Sjúkratryggingar Íslands

Sjúkratryggingar Íslands hafa tekið saman upplýsingar um breytingar sem verða á gjaldskrám og kostnaðarhlutdeild Sjúkratrygginga Íslands vegna heilbrigðisþjónustu frá 1. janúar 2013.

Komugjöld á heilsugæslustöðvar og gjöld fyrir vitjanir heilsugæslulækna verða óbreytt.

Greiðsluþátttaka fyrir heilbrigðisþjónustu hækkar að jafnaði um 5,6%.

Greiðsluþátttaka einstaklinga í kostnaði vegna lyfja hækkar um 3,9%.

Tímabundin hækkun á endurgreiðslugjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands vegna tannlækninga barna sem tók gildi 1. júlí síðastliðinn og hefði að óbreyttu runnið út um áramótin verður framlengd til 31. mars 2013.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira