Hoppa yfir valmynd

Frétt

26. febrúar 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 26. febrúar 2013

Fundargerð 79. fundar, haldinn í innanríkisráðuneytinu Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, þriðjudaginn 26. febrúar 2013, kl. 14.00 – 16.00.

Mætt: Lára Björnsdóttir, formaður velferðarvaktarinnar, Ingibjörg Broddadóttir, velferðarráðuneyti, Sigurrós Kristinsdóttir, tiln. af ASÍ, Björg Bjarnadóttir, tiln. af Kennarasambandi Íslands, Hrefna K. Óskarsdóttir, tiln. af ÖBÍ og Þroskahjálp, Vilborg Oddsdóttir, tiln. af Biskupsstofu ásamt Sædísi Arnardóttur, félagsráðgjafarnema hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, Þórhildur Þorleifsdóttir, skipuð af velferðarráðherra, Hugrún R. Hjaltadóttir, varamaður Þórhildar Þorleifsdóttur, án tiln., Elín Rósa Finnbogadóttir, varamaður Alexöndru Þórlindsdóttur, tiln. af innanríkisráðuneyti, Guðrún Eyjólfsdóttir, tiln. Af Samtökum atvinnulífsins, Salbjörg Bjarnadóttir varamaður Geirs Gunnlaugssonar landlæknis, Ásta Sigrún Helgadóttir, tiln. af Umboðsmanni skuldara, Unnar Stefánsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara, Valgerður Halldórsdóttir, tiln. af BHM, Hrefna K. Óskarsdóttir, varamaður Guðríðar Ólafsdóttur og Ingiríður Hanna Þorkelsdóttir, velferðarráðuneyti.

Í upphafi fundar sagði Lára frá kynningu hennar og Salbjargar á velferðarvaktinni sem fram fór í Breiðholti.

Fundargerð

Frestað til næsta fundar að fara yfir fundargerð 78. fundar.

Gert hafði verið ráð fyrir kynningu fulltrúa innanríkisráðuneytisins á nýjum endurskoðuðum barnalögum annars vegar og hins vegar stöðu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Íslandi en féll niður vegna forfalla.  Þess í stað kynnti María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu Landsáætlun í mannréttindamálum.

Landsáætlun í mannréttindamálum

María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu kynnti.

María Rún byrjaði á því að dreifa þingsályktun um áætlun í mannréttindamálum til fjögurra ára, 2013-1016 og kynnti síðan landsáætlunina:

  • Áhrifaþættir
  • Listi yfir undirbúningsgögn
  • Undirbúningur og markmið
  • Markmið.
  • Uppbygging
  • Innviðir stofnanakerfisins
  • Innleiðingar á alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum
  • Einstakar aðgerðir

Á vefslóðinni http://www.velferdarraduneyti.is/velferdarvaktin/FrettirVelferd/nr/33759 má sjá glærukynningu Maríu Rúnar.

Umræður að lokinni kynningu þar sem m.a. kom fram að Ísland er eina ríkið af 47 ríkjum Evrópu sem á ekki diplómatískan fulltrúa, þörf hins almenna borgara til að fá leiðbeiningar sem felur í sér leiðbeiningarskyldu stjórnvalda.  Fram kom hjá Maríu Rún í kynningu hennar að einkum hafi verið litið til Svíþjóðar og Finnlands varðandi stofnun mannréttindastofnunar og að vonast sé til þess að þingsályktunin verði samþykkt á Alþingi í vor, hefur þegar farið í gegnum stjórnarflokkana.  Umræða um gagnasöfnun og velti Lára því fyrir sér hvort hægt væri að nota Félagsvísana sem grunn og bæta inn mannréttindavísum.  Finnar nota mannréttindavísa sem mælitæki.

María Rún ræddi barnasáttmálann sem hefur verið lögfestur og einnig urðu umræður um refsivist barna undir 18 ára aldri.  Ljóst er að mjög mikið er í gangi í mannréttindamálum.

Önnur mál

Lára benti á að eftir páska þurfi að ræða um framtíðina og í hvaða farvegi starfsemi velferðar-vaktarinnar.

Hugmynd kom fram um að fá fulltrúa Sjúkratrygginga Íslands á fund velferðarvaktarinnar vegna fyrirhugaðra breytinga í þátttöku í lyfjakostnaði og þá einkum til að ræða þessa breytingu m.t.t. þeirra sem höllustum fæti standa en þessar breytingar eiga að koma til framkvæmda í maí nk.

Ákveðið að á næsta fundi verði fjallað un endurskoðun barnalaga.

Rætt var um undirbúningsnefnd um málþing um fjölskyldumál: Í hónum verða auk Láru, Valgerður, Gunnar Rafn, Björg, Ragnheiður, Garðar og Salbjörg.

Fundi slitið kl. 16:00.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum