Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. mars 2013 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Strandsiglingar á leið í útboð

Ríkisstjórnin samþykkti fyrir sitt leyti í morgun tillögu innanríkisráherra um að hefja útboð fyrir strandsiglingar og var innanríkisráðherra og fjármálaráherra falin framkvæmd útboðsins þannig að strandsiglingar gætu hafist síðar á þessu ári.

Um er að ræða tilraunaverkefni til sex ára þar sem siglt yrði vikulega á allt að sjö hafnir og er gert ráð fyrir að fastbinda fjórar hafnir sérstaklega í útboðinu, Reykjavík, Ísafjörð, Akureyri og Reyðarfjörð. Fleiri hafnir kæmu að sjálfsögðu til greina sem fastir viðkomustaðir en aðrar hafnir eftir atvikum.

Innanríkisráðherra skipaði nefnd undir formennsku Guðmundar Kristjánssonar, hafnarstjóra á Ísafirði, í maí 2011 til að gera tillögur um þetta efni og hafa útboðsgögn verið undirbúin á grunni starfs þessarar nefndar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira