Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. mars 2013 Forsætisráðuneytið

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars

Jafnréttisstofa
Jafnréttisstofa
Í tilefni alþjólegs baráttudags kvenna þann 8.mars verður haldinn hádegisverðarfundur á Grand Hótel Reykjavík undir yfirskriftinni „Kynhlutverk og kynskiptur vinnumarkaður, ný kynslóð nýjar hugmyndir?“ Dagskráin er skipulögð í samstarfi ASÍ, BSRB, BHM, KÍ, Jafnréttisráðs og Jafnréttisstofu. Á dagskránni eru þrjú erindi sem öll fjalla um ungt fólk.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, lektor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri flytur erindið „Er þetta veröld sem við viljum?“ Um ungt fólk og jafnréttisviðhorf. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í Borgarholtsskóla og forkona Jafnréttisnefndar KÍ velti fyrir sér þeirri spurningu í erindi sínu hvort klámvæðingin hafi áhrif á kynskiptan vinnumarkað. Að lokum flytur Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands erindið „Starfsval í valdakerfi“. Fundarstjórn er í höndum Signýar Jóhannesdóttur, varaforseta ASÍ.

Dagskráin fer fram í Gullteigi B og hefst kl. 11:45. Í upphafi fundar er framreiddur léttur hádegismatur.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira