Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. apríl 2013 Félagsmálaráðuneytið

Skilvirkari úrræði fyrir þolendur kynferðisbrota, einkum börn

Barnahús
Barnahús

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja tæpum 80 milljónum króna í forgangsaðgerðir til að efla úrræði vegna kynferðirbrota gegn börnum. Jafnframt er lagt til að veitt verði 110 milljóna króna aukafjárveiting til kaupa á nýju Barnahúsi en sú tillaga er háð samþykki Alþingis.

Forsætisráðherra skipaði í janúar sl. nefnd fjögurra ráðuneyta um samhæfða framkvæmd stjórnvalda til þess að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi, eflingu lögreglu og ákæruvalds og bætt úrræði fyrir þolendur kynferðisbrota, einkum börn. Þá átti nefndin að leggja til aðgerðir um bætta skráningu , eftirlit og meðferð með dæmdum kynferðisbrotamönnum. Í nefndinni sátu Ágúst Ólafur Ágústsson formaður, frá forsætisráðuneyti, Halla Gunnarsdóttir og Þórunn Hafstein frá innanríkisráðuneyti, Ingibjörg Broddadóttir og Sindri Kristjánsson frá velferðarráðuneyti og Jóna Pálsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar byggist á tillögum samstarfshópsins sem gerir 27 tillögur til úrbóta sem áætlað er að kosti í heild um 290 milljónir króna. Hópurinn forgangsraðaði tillögum sínum og telur að 15 þeirra þurfi að komast til framkvæmda án tafar.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira