Hoppa yfir valmynd

Frétt

11. júní 2013 Félagsmálaráðuneytið

Verkefnisstjórn NPA fundargerð 11. júní 2013

 • 59. fundur – fundargerð
 • Fundarstaður:  Fundarsalur á 4. hæð í velferðarráðuneytinu.
 • Fundartími: Þriðjudagurinn 11. júní 2013 kl. 10.00 – 11.30.
 • Mætt: Guðmundur Steingrímsson (GSt),  Hrefna Óskarsdóttir (HÓ), Áslaug Friðriksdóttir (ÁF), Bryndís Snæbjörnsdóttir (BS), Gyða Hjartardóttir (GH), , Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (GSG) og  Þór Garðar Þórarinsson (ÞGÞ).
  Fjarverandi: Guðjón Sigurðsson (GS).
  Áheyrnarfulltrúi:  Embla Ágústsdóttir, fulltrúi NPA miðstöðvarinnar.

1.      Fundargerð síðasta fundar.

Fundargerð síðasta  fundar samþykkt með áorðnum breytingum.    

2.      Staða verkefnisins.   

ÞGÞ gerði grein fyrir fjölda umsókna  sem borist hafa fyrir árið  2013.  Fyrir liggja staðfestar upplýsingar um að fjöldi samninga skiptist eftirfarandi:

 • Reykjavík 14 samningar.
 • Kópavogur 1 samningur.
 • Garðabær 4 samningar.
 • Mosfellsbær 9 samningar.
 • Hafnarfjörður 4 samningar.
 • Borgarbyggð 1 samningur.
 • SSNV 8 samningar.
 • Vestmannaeyjar 1 samningur.

Alls eru þetta 42 samningar.  Heildarkostnaður við þessa samninga er áætlaður um 313 m.kr. og framlag Jöfnunarsjóðs um 62,7 m.kr. fyrir árið 2013.

3.      Rannsókn/úttekt á tilraunaverkefninu um NPA.

Umræða varð um hvernig staðið skyldi að úttekt á tilraunaverkefninu.  Að mati verkefnisstjórnar er margs að gæta í því efni.  Nokkur atriði voru nefnd:

 • Gera verður ráð að fyrir því að Rannsóknaraðilar hafi þekkingu og reynslu af úrvinnslu svipaðra rannsókna um málefni fatlaðs fólks.
 • Rannsóknaraðilar hafi þekkingu á hugmyndafræðinni að baki NPA.
 • Rannsóknaraðilar þekki til þess hvernig staðið hefur verið að framkvæmd NPA á Íslandi.
 • Að gerð verði grein fyrir mismunandi sjónarhornum við framkvæmd NPA, notenda, veitenda og greiðenda og aðkoman verði bæði eigindleg og megindleg. Í þessu sambandi er rétt að leita svara hjá öllum þjónustusvæðum.
 • Gerð verði kostnaðar- og ábatagreining á NPA gagnvart öðrum þjónustuformum.
 • Skoðun á því hvað teljist vera „eðlilegt þjónustustig“  og „sambærileg þjónusta.“
 • Samantekt á reynslu annarra landa þ.m.t. Norðurlandanna og Bretland t.d. gagnvart kröfum um verkstjórn og atvinnurekstur, stöðu náinna aðstandenda og framkvæmd NPA í þjónustu við fötluð börn.

ÞGÞ tekur að sér að leggja drög að verkefnislýsingu/útboðslýsingu vegna úttektar á tilraunaverkefninu.

Fleira ekki rætt.

Til næsta fundar verður boðað síðar.

ÞGÞ skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira