Hoppa yfir valmynd

Frétt

27. júní 2013 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að breytingu á hafnarreglugerð fyrir Hvammstangahöfn til umsagnar

Innanríkisráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um breytingu á hafnarreglugerð fyrir Hvammstangahöfn nr. 283/2006. Umsagnarfrestur er til 11. júlí næstkomandi og skulu umsagir berast á netfangið [email protected].

Frumkvæðið að breytingunni kemur frá sveitarstjórn Húnaþings vestra en í kjölfar sameiningar Húnaþings vestra og Bæjarhrepps voru allar reglugerðir og samþykktir yfirfarnar. Ekki er um efnislegar breytingar á hafnarreglugerðinni að ræða en mörk hafnarinnar hafa nú verið hnitsett, eins og sjá má á meðfylgjandi skjali.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira