Hoppa yfir valmynd

Frétt

27. september 2013 Heilbrigðisráðuneytið

Um 19.700 börn hafa verið skráð með heimilistannlækni

Bætt tannheilsa
Bætt tannheilsa

Um 25% allra barna á Íslandi, alls um 19.700 börn, hafa verið skráð með heimilistannlækni eftir að nýr samingur um tannlækningar barna tók gildi í vor. Frá þeim tíma hafa Sjúkratryggingar Íslands greitt fyrir tannlækningar 4.734 barna sem eiga rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum.

Þessar upplýsingar koma fram á vef Sjúkratrygginga Íslands. Af þeim 19.700 börnum sem skráð hafa verið með heimilistannlækningu eru um 12.500 sem nú þegar hafa öðlast rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum eftir að tveir fyrstu áfangar samningsins tóku gildi.

Tannlækningar barna verða gjaldfrjálsar í áföngum en nú hafa fyrstu tveir áfangar tekið gildi. Börn 15-17 ára öðluðust rétt þann 15. maí sl. og þann 1. september bættust við þriggja ára og 12-14 ára. Forsenda gjaldfrjálsra tannlækninga er að börn séu skráð með heimilistannlækni. Hlutverk heimilistannlæknis er meðal annars að boða börn í reglulegt eftirlit og að sjá um forvarnir og nauðsynlegar tannlækningar þeirra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum