Hoppa yfir valmynd

Frétt

11. nóvember 2013 Innviðaráðuneytið

Teymi þrjú: Annar fundur um skilvirk félagsleg úrræði í húsnæðismálum

  • Nefndarheiti: Teymi  3 – Skilvirk félagsleg úrræði í húsnæðismálum.
  • Nr. fundar: 2.
  • Staður og stund: Velferðarráðuneytinu, 11. nóvember 2013, kl. 11.
  • Fundarstjóri: Elsa Lára Arnardóttir.
  • Mætt: Ásta G. Hafberg (Samtök leigjenda), Björk Vilhelmsdóttir (Reykjavíkurborg), Björn Arnar Magnússon (Brynja hússjóður Öryrkjabandalagsins), Gunnhildur Gunnarsdóttir (Íbúðalánasjóður), Hólmsteinn Brekkan (Þingflokkur Pírata), Magnús Norðdahl (Alþýðusamband Íslands), Kristinn Dagur Gissurarson (Þingflokkur Framsóknarflokksins) og Þorbera Fjölnisdóttir (Sjálfsbjörg).
  • Forföll: Gyða Hjartardóttir (Samband íslenskra sveitarfélaga).
  • Fundarritari: Sigrún Jana Finnbogadóttir.

 DAGSKRÁ

1. Skilgreining teymisins á verkefninu og skýrsla samráðshóps um húsnæðisstefnu.

Fram kom að skilgreina þyrfti hverjir ættu undir kerfið og mögulegt væri að byggja á skýrslu vinnuhóps um húsnæðisbætur frá maí 2012. Kerfið ætti að vera einfalt og taka mið af fjölskyldustærð, tekjum og raunkostnaði við húsnæði.

Jafnframt kom fram að í skýrslu vinnuhóps um húsnæðisbætur  væri búið að vinna heildarkerfi og jafnframt væri búið að taka fyrstu skrefin, þannig væri t.d. búið að hækka tekjuskerðingarmörk húsaleigubóta og jafna bil á milli vaxtabóta og húsaleigubóta.

Lögð var áhersla á að hvers kyns félagsleg úrræði séu almennt fyrir þá sem eru undir tilteknum tekjumörkum en eiga jafnframt í félagslegum vanda. Fram kom að fátækt gæti fylgt félagslegur  En jafnframt var bent á að litlar tekjur væru ekki það eina sem leiddi til félagslegra vandamála heldur réðist það jafnframt af því félagslega neti sem fólk hefur í kringum sig.

Rætt var um að skýrsla vinnuhópsins gerði tilteknar kröfur, það er að gerð yrði húsnæðisstefna (meðal annars um öryggi á leigumarkaði), að stuðlað yrði að félagslegri breidd (social cohesion), að séð yrði til þess að kerfið væri öruggt o.fl. Hins vegar væri ekki gert ráð fyrir að farið yrði ofan í hverjir væru í þörf og svo framvegis. Fram kom að danska leiðin svokallaða gæti verið lögð fram sem tillaga af hálfu hópsins en leiðin sameinaði tvennt; húsnæðiskerfi sem stuðlar að félagslegri blöndun og sveitarfélög geti haft aðgengi að húsnæði til úthlutunar fyrir skjólstæðinga sem þurfa á félagslegri aðstoð að halda.. Bent var á að sníða þyrfti dönsku leiðina að íslenskum veruleika þar sem markaðurinn væri kvikur en hugsanlega mætti taka upp hugmyndafræðina.

Fram kom að leggja yrði áherslu á val einstaklinga um búsetuform. Grundvallaratriði væri að tryggja að stuðningur frá hinu opinbera færi í húsnæði og þannig væri húsnæðisöryggi tryggt.

2. Ákvarðanir fundarins.

Ákveðið var að MN kynnti dönsku leiðina á næsta fundi teymisins og BV kynnti hina svokölluðu Reykjavíkurleið.

3. Næsti fundur.

Ákveðið að næsti fundur yrði haldinn þann 19. nóvember 2013, kl. 11 í velferðarráðuneytinu.

 

Fleira var ekki tekið fyrir.

Sigrún Jana Finnbogadóttir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum