Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. nóvember 2013 Innviðaráðuneytið

Teymi eitt: 2. fundur um fyrirkomulag fjármögnunar almennra húsnæðislána

 • Fundarheiti og nr. fundar: Samvinnuhópur um framtíðarskipan húsnæðismála: 2. fundur teymis 1.  Fyrirkomulag fjármögnunar almennra húsnæðislána.
 • Staður og stund: Velferðarráðuneytið, 13. nóvember kl. 13:00-15:00.
 • Málsnúmer: VEL13060104.
 • Mætt: Benedikt Sigurðarson frá Búseta á Norðurlandi, Esther Finnbogadóttir frá efnahags- og fjármálaráðuneyti, fundarstjóri, Grétar Jónsson frá Félagi fasteignasala, Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir frá þingflokki Framsóknarflokksins, Guðmundur Pálsson frá efnahags- og fjármálaráðuneyti, Hrafnkell Hjörleifsson frá velferðarráðuneyti, Ingólfur Arnarson frá Sambandi sveitarfélaga, Jóhann Már Sigurbjörnsson frá Samtökum leigjenda á Íslandi, Kristjana Sigurðardóttir frá Landssamtökum lífeyrissjóða, Margrét Rósa Sigurðardóttir frá þingflokki Pírata, Sigurður Jón Björnsson frá Íbúðalánasjóði, Vilhjálmur Bjarnason frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins, Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Þórarinn Einarsson frá Hagsmunasamtökum heimilanna.
 • Fundarritarar: Hrafnkell Hjörleifsson og Guðmundur Pálsson.

Fundargerðum er ætlað að gera umræðum sem eiga sér stað á fundum skil og þau atriði sem fram koma þurfa ekki að endurspegla skoðanir teymisins í heild.

Frásögn af fundi

 • Rætt var um hvernig kerfi húsnæðisfjármögnunar eigi að vera til framtíðar og hvernig fjármögnun þess eigi að vera háttað. Meðal þess sem nefnt var:
 • Hvaða möguleikar eru í stöðunni varðandi lánsmöguleika. Hingað til hafa peningarnir komið frá bönkum og lífeyrissjóðum, Erfitt að sjá kerfi án aðkomu þessara aðila.
 • Einnig kom fram það sjónarmið að bankar eiga ekki að koma nálægt þessum markaði. Framboð peninga á koma frá ríkissjóði en ekki bönkunum. Hver getur þá mögulega veitt lán til framtíðar?
 • Kerfi án nauðungarsala? Erfitt að sjá slíkt ganga upp, þar sem erfitt er að koma í veg fyrir aðstæður þar sem einhverjir geta ekki borgað af sínu húsnæði.
 • Sveigjanlegt kerfi, þ.e. kerfi sem getur aðstoðað fólk eftir því í hvernig aðstæðum það er. Gefa þarf möguleiki á að séreign. leigu, búseta, námsmenn, eldri borgarar o.s.frv. Grípa þarf fyrr inní ef aðstæður breytast hjá fólki. Í dag tekur ferlið sem geriast við vanskil of langan tíma.
 • Kerfi sem lágmarkar vaxtakostnað þ.a. fjölskyldur þurfi ekki að greiða meira en nemur 25% ráðstöfunartekna í húsnæði, en kannski tímabundið uppí 30%. Hanna kerfið þannig að þetta geti orðið að veruleika.
 • Engin von til þess að fá fjármagn inn í kerfið ef eigendur þess fá ekki ávöxtun fjár síns.
 • Eiga fjármagnseigendur að ráða öllu út frá sinni ávöxtunarkröfu?
 • Markaðsvirði fjár ekki til við núverandi aðstæður innan gjaldeyrishafta.
 • Setja þarf þrengri ramma um það hvernig lán eru veitt fyrir rétt neytanda.
 • Ríkið þarf að beita íþyngjandi aðgerðum til skemmri tíma, t.d. með skyldusparnaði. Sérhæfðar fjármálastofnanir sem eiga að veita þjónustu á húsnæðismarkaði. Setja þarf sérstæka reglur um þannig starfssemi, sem svipar til kerfisins sem er við líði í Danmörku.
 • 33% þjóðarinnar er lágtekjufólk sem mun aldrei geta borgað af sínu húsnæði eins og kerfið er í dag, fjölga verður möguleikum fyrir þetta fólk.
 • Fæstir vilja búa í leiguhúsnæði – stærstur hluti stefnir á að komast í eigið húsnæði (Þrátt fyrir að geta það ekki). Hægt væri að breyta því þannig að leigjendur væru vissir um örugga langtímaleigu.
 • Almennt eru aðilar fundarsins sammála um það að fjölga þurfa möguleikum þannig að allir geti fndið leið við sitt hæfi.
 • Það verður að myndast samband milli þeirra sem taka lán og þeirra sem veita lán. Þarf að vera kerfi sem gagnast báðum aðilum.
 • Nauðsynlegt að ná ávöxtunarkröfunni niður, jafnvel með valdbeitingu.
 • Valdbeiting á fjármagnsmarkaði er ekki framtíðin. Það er kerfi sem virkar ekki til framtíðar.
 • Gerðar hafa verið tilraunir hérlendis til þess að setja þak á vexti og þær hafa alltaf farið illa. Þau bréf eiga það til að hætta að seljast á markaði. Stuðningu þarf að koma í gegnum bætur eða skattkerfi en ekki með því að ráðskast með vexti, þ.e. niðurgreiðsla vaxta
 • Fjármögnunin getur orðið ódýrari en áður þar sem húsnæði getur verið mjög góð trygging fyrir skuldabréf. Ávöxtunarkrafan getur verið alveg við ríkiskjör.
 • Með sérvörðum skuldabréfum eru menn að vonast eftir að lánskjörin verði ekki mikið dýrari en við ríkisábyrgð.
 • Þurfum að gefa okkur þær tvær forsendur að við notumst við íslenska krónu og að þeir sem eigi fjármagn vilji ávöxtun til að geta átt samræður um fjármögnun kerfisins og aðkomu mism. lánastofnana.
 • Byggingarkostnaður og fjármagnskostnaður stærsti kostnaðarliður við að byggja. Byggingarkostnaður og landkosnaður mun hækka til langs tíma. Sveiflurnar eru eitrið.
 • Erfitt fyrir ungt fólk að koma inn á fasteignamarkað í dag. Um 5 árgangar sem lítið hafa komið inn á markaðinn frá hruni. Ný lög um neytendalán og greiðslumat munu gera þetta enn erfiðara. Uppkaup fasteignafélaga á eignum hafa líka gert fólki erfitt með að kaupa eignir. Kerfi þar sem gerð er krafa um 30% eigið fé við fyrstu kaup gengur ekki upp. Margt í dag sem gerir fólki erfitt að kaupa fasteignir.
 • Sterkefnað fólk og félög að kaupa upp íbúðir. Í einhverjum lönd er eignarhald erlendra aðila á íbúðum takmarkað.
 • Stjórnvöld eiga að beita sér fyrir mjög íþyngjandi aðgerðum vegna íbúða sem ekki eru í notkun.
 • Uppruni fjármagns kemur að stórum hluta frá lífeyrissjóðum. Þeir eru með langtímafjármagn sem þarf að binda. Bankar að mestu með innlán og því að meiri breytileiki á kjörum frá þeim. Sérvarin skuldabréf bankanna gefa möguleiki á lengri fjármögnun. Reynsla annarra þjóða af sértryggðum skuldabréfum er góð. Kjör er alveg við kjör viðkomandi ríkis.
 • Ef horfið verður frá verðtryggingu þýðir það styttri lánstíma, vextir munu hækka og greiðslubyrði verður mun þyngri á fyrri tíma lánstíma. Þetta gerir fólki aftur erfiðara fyrir að fjárfesta í húsnæði.
 • Fjármálastofnunum sama hvort lánað er verðtr. eða óverðtr. svo lengi sem þær fái ávöxtun. Hafa lagt áherslu á að frelsi ríki, þ.e. að lífeyrissjóðir ráði hvort þeir kaupi verðtr. eða óverðtr. skuldabréf og lántakendur ráði því hvort þeir taki verðtr. eða óverðtr. lán.
 • Langalgengast er að banka veiti íbúðalán í Evrópu og langstærstur hlutinn fjármagnaður með innlánum. Algengast að vextir séu á breytilegum kjörum vegna stuttrar bindingar og líftíma innlagna. Farið er yfir eiginleika danska kerfisins.
 • Mikilvægt er að eftirlit sé með þeim félögum sem veita fasteignalán.
 • Ekki hentugt að sömu aðilar séu bæði þeir sem veita fjármagn og geta verið endakaupendur. Viljum heldur ekki búa til kerfi sem ýtir fólk í séreign, því að það er ákveðinn hluti sem hefur ekki efni á því. Búa þarf til kerfi sem kemur á móts við þann hóp.
 • Draga verður úr íþyngjandi ákvæðum byggingarreglugerðar og hafa þann kost mögulegan að byggja ódýrara húsnæði.
 • Þarf að staðgreiða allar lóðir frá sveitarfélögum?
 • Stefnt verði að leigumarkaði á meðan fæstir hafa ráð á að kaupa eigin íbúð. Sveitarfélög fjármagni uppbyggingu leigumarkaðar og minnki þannig áhættu einstaklinga. En erfitt getur verið fyrir sveitarfélög að taka á sig miklar álögur vegna niðurgreiðslur á húsnæði.
 • Í eðli sínu er ekki ódýrara að leigja íbúð en leiga kallar ekki á eigið fé. Stuðningur við leigjendur er minni en kaupendur.
 • Mikilvægt að stíga varðlega til jarðar ef leggja á til breytingar á húsnæðislánamarkaði.
 • Leggja þarf meiri áherslu á vitund fólks um fjármál og hvetja til almenns sparnaðar.
 • Mikilvægt er að búa til öflugan almnennan leigumarkað.

Ákveðið að næstu fundir yrðu mánudaginn 18. nóvember kl. 10 og föstudaginn 22. nóvember kl. 13.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:00.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira