Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. desember 2013 Innviðaráðuneytið

Teymi tvö: 4. fundur um uppbyggingu á virkum leigumarkaði

  • Nr. fundar: 4
  • Staður og stund: Velferðarráðuneytið 3. desember 2013.
  • Mætt: Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (fundarstjóri, verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála), Aldís (Samtök leigjenda á Íslandi), Elín (Vinstri græn), Helga (Húseigendafélagið), Guðrún (Félagsstofnun stúdenta), Þorbjörn (ASÍ), Gísli (Búseti), Úlfar (ÍLS), Georg (BHM), Gunnlaugur (Samband íslenskra sveitarfélaga), Kristján (BSRB),Líneik (Framsóknarflokkurinn), Guðlaug (Búseti á Norðurlandi) ásamt Evu Margrét Kristinsdóttur sem ritaði fundargerð.

D A G S K R Á

1.         Hvernig byggjum við upp almennan leigumarkaði, farið yfir drög að minnisblaði.

Hópstjóri kynnti drög að minnisblaði til verkefnastjórnar sem hópurinn hefur unnið að. Hópurinn les yfir drög að minnisblaði til verkefnastjórnar, Hvernig byggjum við upp almennan leigumarkað? Umræða um minnisblaðið og ýmis sjónarmið koma fram. Mikil áhersla lögð á að ná sameiginlegri niðurstöðu um innihaldið.

2.         Minnisblað frá Sambandinu um möguleika sveitarfélaganna um ívilnanir.

Farið yfir punkta frá Sambandinu um ívilnanir til leigufélaga. Umræða um minnisblaðið.

3.         Farið yfir minnisblað um byggingakostnað eftir fund hjá Búseta 27. nóvember.

Farið yfir drög að minnisblaði um byggingakostnað sem hópurinn tók saman eftir fund í Búseta 27. nóvember. Umræða um minnisblaðið og útfærslu.

4.         Framhaldið.

Ákveðið að halda einn fund í viðbót þar lokaskjal til verkefnisstjórnarinnar verður yfirfarið.

5.         Næsti fundur.

Ákveðið að halda næsta fund og jafnframt lokafund teymisins, þriðjudaginn 10. desember  kl. 14.00 til 15.00 í velferðarráðuneytinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira