Hoppa yfir valmynd

Frétt

19. febrúar 2014 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Skýrsla um félagshagfræðilega greiningu á framtíð innanlandsflugs aðgengileg

Skýrsla um félagshagfræðilega greiningu á framtíð innanlandsflugs er nú aðgengileg á vef innanríkisráðuneytisins. Fjallað verður um helstu niðurstöður skýrslunnar á morgunverðarfundi í Iðnó í Reykjavík í fyrramálið. Fundurinn hefst klukkan 8.30 og stendur til 10 og verður hann sendur út á netinu á vef ráðuneytisins.

Félagshagfræðileg greining á framtíð áætlunarflugs innanlands. Forsíða skýrslu.
Félagshagfræðileg greining á framtíð áætlunarflugs innanlands.

Á fundinum mun Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra fjalla um mikilvægi flugsins fyrir öryggi og búsetugæði. Þá segir Vilhjálmur Hilmarsson hjá Mannviti frá helstu niðurstöðum á félagshagfræðilegri greiningu á framtíð innanlandsflugsins.

Í lok fundar verða pallborðsumræður með þátttöku fulltrúa með ýmis sjónarhorn á þýðingu innanlandsflugsins. Þátttakendur í pallborði eru:

  • Kristín Soffía Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi í Reykjavík
  • Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri
  • Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls
  • Ingi Þór Guðmundsson, markaðsstjóri Flugfélags Íslands

Vilhjálmur Hilmarsson vann áðurnefnda greiningu ásamt Ástu Þorleifsdóttur, sérfræðingi í innanríkisráðuneytinu, en hluti niðurstaðna var kynntur á rannsóknarþingi Vegagerðarinnar seint á síðasta ári. Markmið félagshagfræðilegrar greiningar er að meta þjóðhagslegan ávinning eða tap með kostnaðar/ábatagreiningu en huga jafnframt að samfélagslegum ávinningi sem ekki verður mældur í krónum og aurum svo sem búsetugæðum. Með þessari aðferð má greina á milli arðsemi mismunandi valkosta.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira