Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. júní 2014 Innviðaráðuneytið

Ný hafnarreglugerð fyrir Sandgerðisbæ

Ný hafnarreglugerð fyrir Sandgerðisbæ hefur verið send Stjórnartíðindum til birtingar. Reglugerðinni er breytt að frumkvæði Sandgerðisbæjar sem samþykkti hana á fundi sínum 6. maí síðastliðinn.

Breytingarnar eru eingöngu til komnar vegna breytinga á stofnanaskipan ríkisins svo og vegna breytinga í stjórnsýslu Sandgerðisbæjar. Hefur nýja reglugerðin verið send Samgöngustofu og Vegagerðinni til umsagnar og bárust ekki athugasemdir. Reglugerðin er sett með heimild í 4. gr. hafnalaga, nr. 61/2003 og 17. gr. laga nr. 417/2003, um vaktstöð siglinga.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum