Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. ágúst 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ríkisreikningur 2013

Uppgjör ríkisreiknings fyrir árið 2013 hefur nú verið birt og ríkisreikningur sendur Alþingi. Afkoma ársins 2013 er mun betri en ráð var fyrir gert. Tekjujöfnuður var neikvæður um 732 m.kr. en í fjáraukalögum ársins 2013 var gert ráð fyrir tekjuhalla að upphæð 19,7 ma.kr.

Ríkisreikningur fyrir árið 2012 skilaði tekjuhalla að upphæð 35,8 ma.kr. Tekjurnar árið 2013 voru 31,7 ma.kr. hærri en gert var ráð fyrir og gjöldin 12,8 milljörðum króna hærri. Frumjöfnuður ársins er jákvæður um 57,2 ma.kr. en gert var ráð fyrir að hann yrði jákvæður um rúma 36 milljarða króna. Þessi frávik frá áætlunum skýrast að stórum hluta af óreglulegum liðum þar sem munar mest um 24,9 ma.kr. tekjufærslu vegna virðisaukningar á eignarhluta ríkissjóðs í Landsbankanum hf. og 11,9 ma.kr. hærri afskriftir skattkrafna en gert hafði verið ráð fyrir. Á árinu 2013 var lánsfjárþörf upp á 1,7% af vergri landsframleiðslu samanborið við 3,6% lánsfjárþörf á árinu 2012. Þessari lánsfjárþörf var mætt á árinu 2013 með því að ganga á handbært fé sem lækkaði um 79 ma.kr. á árinu. Greiðslustaða ríkissjóðs er þó enn sterk með handbært fé að upphæð 404 milljarða króna í árslok.

Með fyrstu ríkjum til að staðfesta ríkisreikning rafrænt

Í ár urðu þau nýmæli að ríkisreikningur var undirritaður rafrænt en Ísland er í hópi fyrstu ríkja til þess að staðfesta ríkisreikning með þeim hætti.  „Þetta er stórt skref í rafrænni stjórnsýslu og í takt við nútímann, þar sem fólk er á ferð og flugi,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Fjármála- og efnahagsráðherra, fjársýslustjóri og ríkisendurskoðandi staðfestu ríkisreikning með rafrænum undirritunum og nýttu til þess rafræn skilríki. Á næstu árum er stefnt að því að stórauka veg rafrænna skilríkja hér á landi og að þau verði meginauðkenningarleið fólks vegna ýmiss konar rafrænnar þjónustu og viðskipta á netinu.

Ísland er fyrsta landið sem nýtir rafrænar undirskriftir við undirritun ársreikninga, en undanfarin þrjú ár hafa einkafyrirtæki undirritað ársreikninga með rafrænum hætti. Þá hafa endurskoðendur notað rafræn skilríki í samskiptum við ríkisskattstjóra og tollstjóra um alllangt skeið.

Hagræðið sem fæst með því að skrifa undir ársreikning eða önnur gögn með rafrænum hætti er óumdeilt. Það hefur í för með sér tímasparnað og varðveisla gagna er alfarið tryggð.

„Með rafrænni undirritun ríkisreiknings hefur stjórnsýslan tekið skref í átt til framtíðar. Rafræn undirritun sparar bæði pappír og fyrirhöfn. Handhafar rafrænna skilríkja geta skrifað undir með þeim hvar sem þeir eru staddir í heiminum,“ benti fjármálaráðherra á þegar reikningurinn var kynntur blaðamönnum í dag.

 Bjarni Benediktsson var staddur í rútuferðalagi þegar hann undirritaði ríkisreikning fyrir árið 2013.  Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, undirritar ríkisreikning með rafrænum skilríkjum.  Gunnar H. Hall, fjársýslustjóri, undirritar ríkisreikning með rafrænum símaskilríkjum.
Bjarni Benediktsson var staddur í rútuferðalagi þegar hann undirritaði ríkisreikning fyrir árið 2013.  Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, undirritar ríkisreikning með rafrænum skilríkjum. Gunnar H. Hall, fjársýslustjóri, undirritar ríkisreikning með rafrænum símaskilríkjum. 

Ríkisreikningur.is 

Ennfremur opnaði ráðherra á fundinum nýjan vef á vegum Fjársýslu ríkisins, ríkisreikningur.is, sem ætlað er að veita gott aðgengi að ríkisreikningi hvers árs. Á vefnum er að finna sundurliðun á tekjum og gjöldum ríkisins frá árinu 2004.

Gögnin er hægt að skoða á margvíslegan hátt. Þar er að finna almenn yfirlit en einnig hægt að kafa dýpra og fá upplýsingar niður á kostnaðartegundarlykil.

Vefurinn gefur fólki tækifæri á að bera saman ýmis útgjöld á vegum ríkisins, t.d. eftir stofnunum og árum með aðgengilegri hætti en verið hefur.

„Ég fagna þessu skrefi í átt til greiðara aðgengis almennings að fjárhagsupplýsingum ríkisins, þetta eykur gegnsæi og traust og gefur fólki færi á að sjá hvernig útgjöld ríkisins hafa þróast,“ sagði Bjarni Benediktsson , fjármála- og efnahagsráðherra.

rikisreikningur.is

 

Ríkisreikninginn í heild sinni með þeim sundurliðunum og skýringum sem honum fylgja má finna á vef  Fjársýslu ríkisins

Yfirlit 1.  Fjármál ríkissjóðs 2013 og 2012

 

      Fjárlög/        
                                                            Reikningur Fjáraukalög Frávik Fjárlög/ Reikningur
Í millj. kr.   2013 2013 Fjárhæð % 2013 2012
               
Tekjur samtals   591.435 559.693 31.742 5,7 579.374 525.876
Gjöld samtals   592.167 579.392 12.775 2,2 583.028 561.721
Tekjur umfram gjöld   -732 -19.700 18.967 . -3.654 -35.845
               
Frumjöfnuður   57.212 36.085 21.127 . 60.241 18.011
               
               
Lánsfjárafgangur/
lánsfjárþörf, nettó  (+/-)
  -30.364 -48.370 18.006 . -40.893 -61.787
               
Tekin lán, nettó   -16.801 -8.000 -8.801 . 13.000 -8.822
Innlend lán, nettó   -12.415 . 30.602
Erlend lán, nettó   -4.386 . -39.424
               
Breyting á handbæru fé   -47.165 -56.370 9.205 . -27.893 -70.609
               
               
Hlutfall af vergri
landframleiðslu, %
             
               
Tekjur samtals   33,1 31,3 . . 32,4 30,9
Gjöld samtals   33,2 32,4 . . 32,6 33,1
               
Tekjur umfram gjöld   0,0 -1,1 . . -0,2 -2,1
               
Frumjöfnuður   3,2 2,0 . . 3,4 1,1
               
               
Lánsfjárafgangur/
lánsfjárþörf, nettó  (+/-)
  -1,7 -2,7 . . -2,3 -3,6

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira