Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. september 2014 Dómsmálaráðuneytið

Umsóknarfrestur um starf formanns kærunefndar útlendingamála rennur út 8. september

Innanríkiráðuneytið hefur auglýst að nýju með framlengdum umsóknarfresti starf lögfræðings sem formanns kærunefndar útlendingamála laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 8. september næstkomandi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem úrskurðar í málum sem til hennar eru kærð á grundvelli 30. gr. laga um útlendinga nr. 96/2002 sbr. lög nr. 64/2014. Formaður kærunefndar útlendingamála hefur yfirstjórn hennar með höndum, fer með fyrirsvar nefndarinnar út á við og ber ábyrgð á fjárhag hennar og daglegum rekstri. Um frekara hlutverk vísast nánar til ákvæða í 3.gr. a í lögum um útlendinga. Formaður nefndarinnar skal hafa starfið að aðalstarfi.

Hæfnikröfur

Umsækjendur skulu uppfylla hæfisskilyrði héraðsdómara skv. 2. mgr. 12. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998 og vera sérfróðir um málefni útlendinga sbr. 3. gr. a laga nr. 96/2002 sbr. lög nr. 64/2014. Viðkomandi skal búa yfir samskipta- og skipulagsfærni, hafa mjög góða þekkingu á stjórnsýslu og gott vald á íslenskri tungu. Góð þekking á ensku og einu norðurlandamáli er æskileg.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Ráðherra skipar formann nefndarinnar til fimm ára í senn. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 1. október 2014, samkvæmt umsögn sjálfstæðrar þriggja manna valnefndar sem metur hæfi umsækjenda. Kjararáð ákveður laun og önnur starfskjör formanns nefndarinnar. Starfshlutfall er 100 %

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um auglýst starf.

Umsóknum skal skila rafrænt á vefsíðu ráðuneytisins: http://www.innanrikisraduneyti.is/raduneyti/storf/. Ef ekki eru tök á að sækja um rafrænt má senda umsókn til ráðuneytisins að Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 8. september. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun liggur fyrir.

Nánari upplýsingar veita Ragnhildur Hjaltadóttir, netfang: [email protected] eða
Guðný Elísabet Ingadóttir, netfang:
[email protected] eða í síma 545-9000

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira