Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. september 2014 Heilbrigðisráðuneytið

Skipun forstjóra nýrrar Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Þröstur Óskarsson
Þröstur Óskarsson

Þröstur Óskarsson verður forstjóri nýrrar Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem tekur til starfa 1. október næstkomandi samkvæmt ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Skipunin byggist á mati  lögbundinnar nefndar sem mat hæfni umsækjenda.

Fjórir sóttu um embættið, þrír þeirra voru metnir jafnhæfir og var Þröstur valinn úr hópi þeirra. Þröstur var skipaður forstjóri heilbrigðisstofnunarinnar á Ísafirði árið 2001, rak um tíma einnig heilbrigðisstofnunina Bolungarvík og frá árinu 2009 hefur hann verið forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Í umsögn hæfnisnefndar kemur fram að Þröstur uppfylli vel skilyrði auglýsingar um menntun og starfsreynslu. Bent er á að hann hafi reynslu af sameiningum stofnana þegar Heilbrigðisstofnunin á Bolungarvík varð hluti af Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þröstur hefur aukið við menntun sína samhliða starfi og lauk M.Sc. gráðu frá Háskólanum á Akureyri árið 2011.

Ný Heilbrigðisstofnun Vestfjarða verður til við sameiningu heilbriðgisstofnananna á Patreksfirði og í Ísafjarðarbæ.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira