Hoppa yfir valmynd

Frétt

22. desember 2014 Félagsmálaráðuneytið

Ríkisframlag til NPA tryggt fyrir árið 2015

Þegar verkefnið um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) var sett á laggirnar var tryggð 300 m.kr. fjárveiting úr ríkissjóði. Nú standa eftir 70 m.kr. af þeirri fjárveitingu. Alþingi samþykkti síðan nú í desember, 65 m.kr. fjárveitingu til viðbótar við aðra umræðu fjárlaga. Alls leggur því ríkissjóður til NPA samninga um 135 m.kr. í NPA samninga á árinu 2015.  Miðað við óbreytta stuðningsþörf og kostnað við sömu samninga fyrir árið 2015 mun þessi upphæð duga til þess að standa við þá samninga sem nú hafa verið gerðir og bæta við nokkrum samningum.  Ríkið greiðir 20%  og sveitarfélögin  80% af heildarkostnaði við  þá NPA samninga sem gerðir eru.  Alls er því gert ráð fyrir því að heildarupphæð NPA samninga geti numið allt að 675 m.kr. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira