Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. janúar 2015 Innviðaráðuneytið

Breytingar á viðmiðunarfjárhæð eignamarka vegna húsaleigubóta

Samkvæmt 3. mgr. 9. gr. laga um húsaleigubætur, nr. 138/1997, og 7. gr. reglugerðar um húsaleigubætur, nr. 118/2003, tekur viðmiðunarfjárhæð vegna eignamarka við útreikning húsaleigubóta breytingum hinn 1. janúar ár hvert í samræmi við breytingar á neysluverðsvísitölu. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands hækkaði neysluverðsvísitalan um 0,8% frá ársbyrjun 2014 til ársbyrjunar 2015.


Frá og með 1. janúar 2015 er uppreiknuð viðmiðunarfjárhæð vegna eignamarka við útreikning húsaleigubóta 6.983.000 kr.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira