Hoppa yfir valmynd

Frétt

27. maí 2015 Heilbrigðisráðuneytið

Blóðgjöf er lífgjöf

Blóðgjöf er lífgjöf
Blóðgjöf er lífgjöf

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra afhenti í gær Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum,  viðurkenningarskjal fyrir að hafa gefið blóð 175 sinnum og vera þar með kominn í fremstu röð þeirra landsmanna sem styðja við mikilvæga starfsemi Blóðbankans með því að gefa af sjálfum sér.

Sá sem fyrstur setti Íslandsmet í blóðgjöf var Guðbjörn Magnússon sem í fyrra fékk viðurkenningu fyrir að hafa gefið blóð 175 sinnum. Guðbjörn tók þá við viðurkenningarskjali úr hendi heilbrigðisráðherra að viðstöddum Ólafi Helga, sem þá gegndi formennsku Blóðgjafafélagi Íslands.

Ólafur Helgi hefur nú látið af formennsku í Blóðgjafafélagsins en kom á fund heilbrigðisráðherra í dag til að taka við viðurkenningarskjali úr hendi hans, ásamt Jóni Svavarssyni, núverandi formanni.

Heilbrigðisráðherra þakkaði Ólafi Helga fyrir öflugt og gott starf í þágu Blóðgjafafélagsins í gegnum árin og síðast en ekki síst fyrir þann stuðning sem hann hefði sýnt í verki með því að gefa blóð eins oft og raun bæri vitni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum