Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. desember 2015 Innviðaráðuneytið

Drög að frumvarpi til laga um timbur og timburvörur í kynningu

Timbur úr íslenskum skógi. - mynd

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um timbur og timburvörur. Frumvarpið er til innleiðingar á nokkrum ESB reglugerðum er fjalla um markaðssetningu timburs og timburvara á innri markaði EES-svæðisins.

Markmið frumvarpsins er að koma í veg fyrir viðskipti með ólöglega höggvinn við og að timbur og timburvörur úr ólöglega höggnum viði sé sett á markað hér á landi.

Í frumvarpinu eru skilgreindar almennar skyldur rekstraraðila og kaupmanna varðandi markaðssetningu á timbri hér á landi. Gert er ráð fyrir að Mannvirkjastofnun hafi umsjón með framkvæmd laganna en Skógrækt ríkisins mun veita stofnuninni faglega ráðgjöf.

Meðal þeirra skylda sem kveðið er á um í frumvarpinu er að rekstraraðilar sem setja timbur og timburvörur í fyrsta skipti á innri markað skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að ganga úr skugga um að timbur sem er ólöglega höggvið og timburvörur úr slíku timbri sé ekki sett á innri markaðinn. Rekstraraðilar skulu notast við kerfi áreiðanleikakannana sem svokallaðar vöktunarstofnanir munu bjóða upp á.

Umsögnum um frumvarpið skal senda fyrir 16. desember nk. á netfangið [email protected] eða í bréfpósti, á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi1, 101 Reykjavík.

Drög að frumvarpi til laga um timbur og timburvörur

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum