Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. desember 2015 Innviðaráðuneytið

Drög að frumvörpum er lúta að rafföngum og brunavörnum í kynningu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi um breytingu á lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og drög að frumvarpi um breytingu á lögum um brunavarnir.

Frumvarpsdrögin eru til innleiðingar á tilskipunum ESB sem fjalla um öryggi raffanga sem notuð eru innan ákveðinna spennumarka og um búnað, tæki (rafföng) og fastan búnað sem valdið getur rafsegultruflunum eða orðið fyrir áhrifum af slíkum truflunum.

Helstu breytingar lúta m.a. að skipulagi markaðseftirlits, samræmingu viðbragða gagnvart rafföngum og búnaði sem ekki uppfylla kröfur og skilgreiningu á hlutverki aðila í aðfangakeðjunni.

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um brunavarnir eru til innleiðingar á tilskipun ESB varðandi búnað og verndarkerfi sem eru ætluð til notkunar í hugsanlegu sprengifimu lofti. Gert er ráð fyrir að Mannvirkjastofnun annist markaðseftirlit með þessum vörum. Helstu breytingar lúta m.a. að skipulagi markaðseftirlits, samræmingu viðbragða gagnvart búnaði sem ekki uppfyllir kröfur og skilgreiningu á hlutverki aðila í aðfangakeðjunni.

Umsögnum um frumvarpið skal senda fyrir 18. desember nk. á netfangið [email protected] eða í bréfpósti, á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um brunavarnir nr. 75/2000 (pdf)

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga nr. 146/1996 (pdf)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira