Hoppa yfir valmynd

Frétt

27. apríl 2016 Félagsmálaráðuneytið

Ráðstefna um NPA í nútíð og framtíð

Verkefnisstjórn NPA fór á fundi sínum í dag yfir stöðuna í verkefninu. Það var mat stjórnarinnar að nú væri tímabært að gera notendum, aðstoðarfólki og almenningi grein fyrir störfum stjórnarinnar með halda framtíðarþing um NPA. Á þessari ráðstefnu yrði farið yfir öll þau verkefni sem verkefnisstjórnin hefði unnið að frá því að hún hélt síðast ráðstefnu. Helstu umfjöllunaratriði yrðu m.a. tillögur að lagatexta um NPA, drög að reglugerð, handbók 2.0., drög um starfsleyfi og ný samningsform um NPA svo eitthvað sé nefnt. Gert er ráð fyrir því að ráðstefnan verði haldin upp úr miðjum september n.k.   

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira