Hoppa yfir valmynd

Frétt

20. september 2016 Félagsmálaráðuneytið

Verkefnisstjórn NPA fundargerð 20. september 2016

  • 100. fundur – fundargerð
  • Fundarstaður: Fundarsalur á 4. hæð í velferðarráðuneytinu.
  • Fundartími: Þriðjudagurinn 20. september 2016 kl. 11.00 – 12.30.
  • Mætt: Þór Garðar Þórarinsson (ÞGÞ), Guðmundur Magnússon (GM), Guðjón Sigurðsson (GS), Bryndís Snæbjörnsdóttir (BS) og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (GSG).
  • Áheyrnarfulltrúi: Hjörtur Eysteinsson (HE)
  • Forföll: Gyða Hjartardóttir (GH) og Áslaug Friðriksdóttir (ÁF).

Dagskrá:

  1. Yfirferð fundargerða.

Fundargerð síðasta fundar samþykkt með áorðnum breytingum.

  1. Stöðumat.

Fram kom að Handbók 2.0 um NPA er að verða tilbúin. Önnur skjöl eða vinnuform eru einnig að verða tilbúin til birtingar. Enn á þó eftir að ganga frá tillögum um fyrirkomulag námskeiða og fræðslu fyrir notendur og aðstoðarfólk.

Gert er ráð fyrir því að öll þau gögn sem verkefnisstjórn NPA hefur unnið að sl. ár og nýtast til við frekari mótun NPA til framtíðar verði tilbúin fyrir 18. október næstkomandi. ÞGÞ lagði áherslu á að fyrir þann tíma lægju fyrir allar athugasemdir og ábendingar frá verkefnisstjórninni. Þann 25. október er gert ráð fyrir að endanlegar tillögur Verkefnisstjórnar NPA verði afhentar félags- og húsnæðismálaráðherra.

Í framhaldi verða tillögur verkefnisstjórnarinnar kynntar á vefsíðu velferðarráðuneytisins og óskað eftir ábendingum athugasemdum frá almenningi.

Eftirfarandi bókun var samþykkt: Verkefnisstjórn NPA lýsir yfir áhyggjum sínum yfir því að ekki liggi fyrir á þessari stundu upplýsingar um hvernig fjármögnun verkefnisins verði fullu háttað á næsta ári. Verkefnisstjórn NPA áréttar þá afstöðu sína að fjármögnun verkefnisins verði tryggð til framtíðar.

  1. Ráðstefna um NPA.

Á fundinum var samþykkt að Verkefnisstjórn NPA skyldi standa fyrri ráðstefnu um NPA þ. 2. nóvember n.k. Dagskrá verður kynnt síðar.

  1. Önnur mál.

Í tilefni af því þessi fundur Verkefnisstjórnar um NPA var sá hundraðasti í röðinni bauð velferðarráðuneytið upp á léttar veitingar.

Næsti fundur boðaður síðar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira