Hoppa yfir valmynd

Frétt

12. október 2016 Félagsmálaráðuneytið

37. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

Fundarheiti og nr. fundar:  37. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti.
Staður og stund: 
Velferðarráðuneytið, 12. október 2016. Kl. 14.30–16.15.
Málsnúmer: 
VEL15050483.

Mætt: Anna Kolbrún Árnadóttir formaður (AKÁ, Svf), Hannes G. Sigurðsson (HGS, SA), Guðný Einarsdóttir (GE, FJR), Berglind Eva Ólafsdóttir (BEÓ, SÍS), Georg Brynjarsson (GB, BHM), Maríanna Traustadóttir (MT, ASÍ), Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ, BSRB) og Rósa G. Erlingsdóttir (RGE, VEL), starfsmaður aðgerðahóps.

Forföll boðaði: Hafdís Dögg Guðmundsdóttir (HDG, KÍ).

Fundarritari: Rósa G. Erlingsdóttir.

37. fundur 
12. október 2016, kl. 14.30–16.15

Dagskrá                                           

1.    Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt án athugasemda.

2.    Morgunverðarfundur 24. október

Rætt um dagskrá morgunverðarfundar aðgerðahópsins. Óskað var eftir tilnefningum frá aðilum vinnumarkaðarins á fulltrúum í pallborðsumræður á fundinum.

3.    Tillögur og greinargerð aðgerðahóps um framtíðarstefnu í jafnlaunamálum

Rætt var um framlögð drög að framtíðarstefnu í jafnlaunamálum og farið yfir athugasemdir fulltrúa í aðgerðahópnum. Starfsmaður mun vinna áfram í greinargerð og senda hópnum til samþykktar.

4.    Tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals

a.    Staða í vottunarmálum

GE fór yfir stöðu í vottunarmálum. Greint var frá óformlegum samtölum og samskiptum við vottunaraðila, faggildingarsvið Einkaleyfastofu og Staðlaráð. Ákveðið var að GE og RGE myndu skoða hvernig hægt væri að tryggja framgang faggiltrar vottunar á staðlinum til framtíðar.

b.    Hönnun jafnlaunamerkis

Samkvæmt samþykkt aðgerðahópsins leitaði GE til Sæþórs, sem er hönnuður jafnlaunamerkisins, og óskaði eftir tillögu að verðlaunagrip sem byggðist á jafnlaunamerkinu. Sæþór kom á 36. fund hópsins og kynnti tillögur sínar og var tillaga hans samþykkt. GE og RGE verða í sambandi við Sæþór varðandi nánari útfærslur og framleiðslu á merkinu en hugmyndin er að fyrirtæki og stofnanir fái merkið afhent til varðveislu sem grip. Tillagan hefur einnig verið kynnt þátttakendum í tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðalsins.

5.    Endurskipun aðgerðahóps um launajafnrétti 2016–2018

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur óskað eftir að skipunartími aðgerðahóps um launajafnrétti verði framlengdur um tvö ár eða til loka árs 2018. Meginverkefni hópsins verður að fylgja eftir tillögum um framtíðarstefnu í jafnlaunamálum. Drög að nýju erindisbréfi nefndarmanna í aðgerðahópi voru lögð fyrir fundinn. Ákveðið var að starfsmaður sendi drögin til hópsins og að þau verði samþykkt með tölvupósti.

 

Fleira var ekki rætt.

RGE

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira