Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. nóvember 2016 Félagsmálaráðuneytið

Verkefnisstjórn NPA fundargerð 21. október 2016

  • 101. fundur – fundargerð
  • Fundarstaður:  Fundarsalur á 4. hæð í velferðarráðuneytinu.
  • Fundartími: Þriðjudagurinn 21. október  2016  kl. 13.00 – 14.30.
  • Mætt: Þór Garðar Þórarinsson  (ÞGÞ), Guðmundur Magnússon  (GM), Guðjón Sigurðsson (GS), Bryndís Snæbjörnsdóttir (BS), Gyða Hjartardóttir og Áslaug Friðriksdóttir (ÁF).  
  • Áheyrnarfulltrúi: Hjörtur Eysteinsson (HE)

Dagskrá:

  1. Yfirferð fundargerðar.

Fundargerð síðasta fundar samþykkt með áorðnum breytingum.

  1. Staða handbókar.  

Handbók 2.0 voru til umfjöllunar en fyrstu drög að henni voru send til umsagnar verkefnisstjórnar NPA í ágúst sl. Á fundinum voru kynnt tvö skjöl, annars vegar „Staða reynsluverkefnisins um innleiðingu NPA – punktar frá fundi í velferðarráðuneytinu 19.okt. 2016 og talpunktar fyrir fund með formanni verkefnisstjórnar um innleiðingu NPA. Í þessum skjölum koma fram athugasemdir og ábendingar Sambandsins við handbókina.

Ákveðið var að unnið væri með þessar athugasemdir Sambandsins og nýjar tillögur að Handbók 2.0 yrðu sendar út fyrir næsta funda verkefnisstjórnarinnar.

Ákveðið var að verkefnisstjórn NPA gerði lokasamantekt um verkefnið í ljósi þess að skipunartíminn rynni út um áramót. Gert er ráð fyrir því að slík samantekt yrði tilbúin eftir að búið er að vinna úr athugasemdum í framhaldi af kynningu verkefnisstjórnar á málþinginu sem haldið verður 17. nóvember n.k.  

  1. Ráðstefna/málþing um NPA.

Ákveðið var að ráðstefnu/málþingi um NPA sem halda átti 2. nóvember n.k. verði frestað til 17. nóvember n.k.  Ástæðan frestunarinnar er sú að rétt þykir að vinna ítarlega úr þeim ábendingum Sambands íslenskra sem fram hafa komið um innihald Handbókar 2.0. um NPA.

  1. Önnur mál.

Engin mál komu til umfjöllunar undir þessum lið.

Næsti fundur boðaður síðar.

ÞGÞ skrifaði fundargerð.

Fylgiskjöl: Tvö skjöl Sambands íslenskra sveitafélaga með athugasemdum um Handbók 2.0.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira