Hoppa yfir valmynd

Frétt

22. nóvember 2016 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Stýrihópur íslenskrar máltækni

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað stýrihóp íslenskrar máltækni.

Vaxandi áhrif tölvutækni á daglegt líf munu á næstu árum krefjast aðgerða af hálfu stjórnvalda til að tryggja að íslenskan verði gjaldgeng í samskiptum sem byggja á tölvu- og fjarskiptatækni. Það er mat þeirra sem best til þekkja að íslenskunni stafi hætta af þessari þróun verði ekkert að gert. Jafnframt felast í því mikil tækifæri fyrir íslenskt samfélag ef hægt er að nota tungumálið til fulls í samskiptum við snjalltæki ýmis konar.

Ríkisstjórnin samþykkti að leggja til 50 milljón króna framlag á fjáraukalögum til kortlagningar á tækni fyrir máltækni, stefnumörkun og val á tæknilegri útfærslu fyrir íslensku, stöðumats íslenskra gagnasafna og gerðar nákvæmrar fjárhags- og verkáætlunar fyrir 5 ára markáætlun á sviði máltækni fyrir íslensku.

Hlutverk stýrihópsins er að hafa umsjón með verkefninu.
Mennta- og menningarmálaráðherra og Samtök atvinnulífsins tilnefndu í hópinn.

Stýrihópinn skipa:
Davíð Þorláksson, formaður
Birna Ósk Einarsdóttir
Guðrún Nordal
Pétur Reimarsson
Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir

Varamenn eru:
Davíð Þór Lúðvíksson
Helgi Hjörvar
Hrafnhildur Stefánsdóttir
Steinþór Steingrímsson
Auður Rán Þorgeirsdóttir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum