Hoppa yfir valmynd

Frétt

27. janúar 2017 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Samráð ESB um breytingu á tilskipun um samsetta flutninga

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um breytingar á tilskipuninni um svokallaða samsetta flutninga frá 7. desember 1992 um setningu sameiginlegra reglna fyrir tilteknar tegundir vöruflutninga milli aðildarríkja. Samráðið stendur til 23. apríl 2017.

Með samsettum flutningum er átt við að vörur séu fremur fluttar með járnbrautum og skipum fremur en á vegum þar sem flutningum á vegum fylgi mest losun gróðurhúsalofttegunda.

Tilskipuninni um samsetta flutninga The Combined Transport Directive (92/106/EEC) var ætlað að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum vöruflutninga. Það átti að gera með því að auðvelda að vörur, sem fluttar eru í dag langar vegalengdir á vegum, yrðu fremur fluttar eftir umhverfislega jákvæðari flutningaleiðum svo sem með járnbrautum og skipum.

Nýlega var gerð úttekt á tilskipuninni sem leiddi í ljós að þrátt fyrir að tilskipunin hafi reynst vel við að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum þá megi auka árangurinn sem náðst hefur með henni hingað til. Helst stendur vilji til að kanna viðhorf til þess hvaða möguleikar séu fyrir hendi fyrir Evrópusambandið til að bregðast við og hvaða áhrif yrðu af þeim viðbrögðum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira