Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. febrúar 2017 Utanríkisráðuneytið

Styrkja samvinnu um endurnýjanlega orku og í sjávarútvegsmálum

Guðlaugur Þór og Davor Ivo Stier - mynd

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fundaði í dag með Davor Ivo Stier, utanríkisráðherra og varaforsætisráðherra Króatíu, sem staddur er hér á landi í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Króatíu fyrst ríkja.

Á fundinum ræddu ráðherrarnir stöðu mála í Evrópu, Brexit og samvinnu innan Atlantshafsbandalagsins. Þá ákváðu ráðherrarnir að styrkja tvíhliða samskipti ríkjanna, meðal annars á sviðum endurnýjanlegrar orku og í sjávarútvegsmálum.

Davor Ivo Stier og Jón Baldvin Hannibalsson„Þá var óhjákvæmilegt að ræða stuttlega um fótbolta og viðureignir Íslands og Króatíu á síðustu misserum. Þar höfum við harma að hefna en að öðru leyti eru samskipti ríkjanna einstaklega góð og við minnumst með stolti þegar Ísland gekk fram fyrir skjöldu og viðurkenndi sjálfstæði Króatíu fyrir rúmum 25 árum. Það reyndist mjög farsæl ákvörðun," segir Guðlaugur Þór.

Að loknum fundi ráðherrana sæmdi utanríkisráðherra Króatíu Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, orðu fyrir þátt sinn í viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Króatíu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira