Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. mars 2017 Forsætisráðuneytið

Konur og karlar á Íslandi 2017

Bæklingurinn Konur og karlar á Íslandi 2017 er kominn út. Þar má finna ýmsar upplýsingar um stöðu kvenna og karla í íslensku samfélagi. Jafnréttisstofa er útgefandi bæklingsins í samstarfi við Hagstofu Íslands og velferðarráðuneytið.

Í bæklingnum má m.a. sjá að karlar hafa hærri laun en konur, þeir eru fjölmennari í áhrifastöðum og sem viðmælendur í fréttum og fréttatengdum þáttum. Konur lifa hins vegar lengur en karlar, þær eru fjölmennari í háskólanámi og taka frekar fæðingarorlof.

Bæklingurinn er aðgengilegur á vefnum, bæði á ensku og íslensku. Eins er hægt að panta eintök hjá Jafnréttisstofu með því að senda póst á netfangið jafnretti[at]jafnretti.is.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum