Hoppa yfir valmynd

Frétt

15. mars 2017 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Nýtt verknámshús Fjöl­brauta­skóla Suðurlands

Þriðjudaginn 14. mars var Hamar, nýtt verknámshús Fjöl­brauta­skóla Suðurlands, form­lega vígt. Við það tækifæri flutti Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra ávarp, þar sem hann lýsti ánægju sinni með tilkomu hússins en það skapar aukin tækifæri til að bæta enn frekar skólastarfið og ný sóknarfæri verða til í starfsnámi.

Kristjan-og-skolameistari-FSU-Olga-Lisa--2-
Kristjan-og-skolameistari-FSU-Olga-Lisa--2-

Tækifærum nemenda á Suðurlandi til starfsnáms fjölgar verulega þar sem skólinn getur nú boðið heildstætt nám í greinum þar sem áður var eingöngu aðstaða til að bjóða grunnnám, svo sem í vélvirkjun og rafvirkjun.

Fsu-17Í Hamri fer fram kennsla í tré-, málm-, raf- og hár­iðnum. Einnig kennsla í tækni­­teiknun og bók­legum fögum auk námskeiða í tölvuhönnun og sér­tækum iðn­um.

Að bygg­ingu húss­ins komu, auk ríkisins, Sveit­ar­félagið Árborg, Héraðs­nefnd Árnes­inga (án Ár­borgar), Héraðs­nefnd Rangæinga og Hér­aðs­nefnd Vestur-Skaftfelinga.

Hönnunarútboð var haldið í júní 2013 og komu fram 24 tillögur. Fyrir valinu varð hönnun frá Tark teiknistofu sem hannaði húsið auk aðkomu undirverktaka, verk­fræðistofa og fleiri aðila.

Fyrsta skóflustunga að bygg­ing­unni var tekin 8. júlí 2015. Nýja viðbyggingin er um 1700 m² en alls er húsnæði í Hamri 2.876 m². Kostnaður við byggingu hússins nam 1.272 milljónum króna. Ríkið greiðir 60% en hinir eignaraðilarnir 40%.

Á efri ljósmynd má sjá Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, og Olgu Lísu Garðarsdóttur, skólameistara FSU. Magnús Hlynur Hreiðarsson tók myndina.
Á neðri ljósmynd má sjá nýja verknámshúsið. Örn Óskarsson tók myndina.

Kristjan-og-skolameistari-FSU-Olga-Lisa--2-
Kristjan-og-skolameistari-FSU-Olga-Lisa--2-

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira