Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. mars 2017 Utanríkisráðuneytið

Ráðherra til fundar við Pútín og Lavrov á norðurslóðaráðstefnu í Arkhangelsk

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpar alþjóðlega norðurslóðaráðstefnu í Arkhangelsk í Rússlandi á morgun og mun, í tengslum við ráðstefnuna, eiga fund með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, ásamt utanríkisráðherrum Noregs og Danmerkur. Á fundi ráðherrana verða samskiptin við Rússland, samvinna á norðurslóðum, öryggismál og helstu álitamál á alþjóðavettvangi meðal annars til umfjöllunar.

Þá munu forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og utanríkisráðherra funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta á fimmtudag þar sem tvíhliða samskipti ríkjanna og ýmis utanríkismál verða á dagskrá.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira